Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 37

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 37
37 Hafrannsóknastofnunin og AVS-rannsóknasjóður í sjáv- arútvegi hafa gefið út verk- efnaskýrslu þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum af rannsóknaverkefninu “Teg- undaflokkun fisks með lag- skiptri botnvörpu”, sem er for- verkefni að frekari rannsókn- um á þessu sviði, en fyrstu niðurstöður gefa til kynna að ástæða sé til að halda rann- sóknunum áfram. Markmið þessa forverkefnis var að kanna hvort aðskilja megi fisktegundir við veiðar með lagskiptri botnvörpu, þ.e. að þær hafni í sitthvorum botn- vörpupokanum. Gerð var tilraun um borð í togbátnum Gunnbirni ÍS með svokallaða lagskipta botn- vörpu. Lárétt þil úr 300 mm neti skipti vörpubelgnum í efri og neðri hluta, í þeim til- gangi að aðskilja fisktegundir í veiðiferlinu. Þetta fyrirkomu- lag gaf þá raun að mestur hluti ýsunnar hafnaði í efri pokanum, en bróðurpartur þorsksins í þeim neðri. Tvískiptar vörpur með misstórum möskvum Í ljós kom umtalsverður breytileiki milli hala og veiði- ferða, sem skýrist að ein- hverju leyti af aðferðafræði- legu orsökum, en samkvæmt rannsókninni eru vísbending- ar um að birtustig geti haft áhrif á skiptingu afla. En meginniðurstaða rannsókn- arinnar er sú að á þennan hátt megi aðskilja megnið af ýsu frá þorskafla í veiðiferl- inu. Þannig megi nota tví- skiptar vörpur með misstór- um möskvum í efri og neðri poka fyrir sitthvora tegund- ina. “Á tímum takmörkunar í þorskveiðiheimildum má no- tast við þessa lausn á þann hátt að nota t.d. 135 mm möskva í ýsupokanum og halda þannig mestri ýsunni, samhliða því sem notaður yrði stærri möskvi í þorsk- pokanum til að halda einung- is stórum þorski. Frekari rannsókna er þó þörf og við fyrirhugað framhald á rann- sóknunum þarf að gæta vel að því að halda afla úr pok- um vel aðskildum, að kort- leggja dægur- og árstíðasveifl- ur í skiptingu sem og áhrif togdýpis. Æskilegt væri að framkvæma rannsóknirnar um borð í rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar. Þá væri æskilegt að mæla stærð- ardreifingu fisktegunda í báð- um pokum og bera saman. Einnig er hugsanlegt að nota ljós til að hafa áhrif á atferlið og bæta aðskiljað fiskteg- unda,” segir orðrétt í nið- urstöðu rannsóknarinnar. Þorskur og flatfiskar nálægt botni Í skýrslunni er vísað til þess að athuganir hafi sýnt að mis- munandi fisktegundir komi í vörpuopið mislangt frá botni og hegði sér á mismunandi hátt. Þannig komi þorskur og flatfiskar inn nálægt botni og haldi sér jafnan við botninn, en ýsa og lýsa hafi sterkari til- hneigingu til þess að leita upp. Athuganir hafa sýnt að mismunandi fisktegundir koma í vörpuopið mislangt frá botni Vitnað er til skoskra rann- sókna þar sem vörpuopið var haft þrískipt. Um 95% af þorskinum veiddust í neðsta pokann en 95% af ýsunni í tvo neðri pokana. Í norskri rannsókn kom í ljós að 90% af ýsu veiddust í efri pokann en 65-70% af þorskinum í þann neðri. Ákveðið að fara í frekari rannsóknir Ólafur Arnar Ingólfsson, sér- fræðingur í útibúi Hafrann- sóknastofnunarinnar á Ísa- firði, segir að stefnt sé að því að á fyrri hluta næsta árs verði farið í frekari rannsókn- ir á þessu sviði á rannsókna- skipi Hafró, en ekki sé ná- kvæmlega vitað hvenær það verður. “Ég tel mikilvægt að við gerum slíka rannsókn um borð í rannsóknaskipi enda þurfum við að gera fjölmargar mælingar á fiski og til þess þurfum við einfaldlega mannafla. Áhugavert væri einnig að gera slíka rannsókn um borð í fiskiskipi, ef út- gerðir hefðu áhuga á því. Öll hjálp frá sjávarútveginum er af hinu góða og myndi flýta því að við gætum haft mark- tækar niðurstöður í hönd- unum til þess að gefa út,” segir Ólafur. R A N N S Ó K N I R Rannsókn Hafró og AVS með lagskipta botnvörpu: Áhugavert á tímum minnkandi þorskveiða Góður ýsuafli komin á dekkið um borð í Gunnbirni ÍS. Efri pokinn með ýsuaflanum til hægri á myndinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.