Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 8

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 8
8 Þ O R S K E L D I Valdimar Gunnarsson, sjáv- arútvegsfræðingur og starfs- maður Fiskeldishóps AVS, segir að í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári sé greinilega auk- inn áhugi bæði opinberra aðila og fyrirtækja á þorsk- eldi. Á ýmsum vettvangi er unnið að rannsóknum og þróun í þorskeldi og er ætl- unin að efna til ráðstefnu í nóvember nk. þar sem í fyrsta lagi verður kynning á þeim þorskeldisverkefnum sem þegar eru í gangi og í öðru lagi verður rætt um stefnu- mótun í þorskeldi á næstu misserum og árum. Á yfirstandandi ári eru unnið að því að endurskoða þá stefnumótun fyrir þorsk- eldi sem gerð var í Reykholti í Borgarfirði árið 2002. Vinn- an er römmuð inn í verkefni sem hefur verið nefnt „Stöðu- mat og stefnumótun fyrir þorsk eldi“. Verkefnið felur það í stórum dráttum í sér að gefa yfirlit yfir stöðu og fram- tíðaráform í þorskeldi á Ís- landi og samkeppnislöndum, meta samkeppnishæfni þor- skeldis á Íslandi, endurskoða fyrri stefnumótun í mikilvæg- um rannsókna- og þróun- arverkefnum og greina frá öðrum mikilvægum verkefn- um til að tryggja framgang þorskeldis á Íslandi. Tekin verður saman skýrsla um yfirlit yfir stöðu þekkingar til að auðvelda vinnu faghópa við val á mikilvægum rann- sókn- og þróunarverkefnum fyrir þorskeldi. Þá eru fag- hópar þessa dagana að skil- greina mikilvæg rannsóknar- og þróunarverkefni og skipta þeim í alþjóðleg viðfangsefni og verkefni sem eingöngu verða unnin hér á landi án þess að forgangsraða þeim. Sem fyrr segir verður síðan þorskeldisráðstefna í haust, nánar tiltekið dagana 29. og 30. nóvember nk. á Grand Hótel í Reykjavík þar sem kynntar verða tillögur fag- hópa og niðurstöður helstu rannsóknaverkefna í þor- skeldi. Í framhaldinu er við það miðað að Fiskeldishópur AVS móti stefnu fyrir þor- skeldi og taki í þeirri vinnu mið af tillögum faghópa og gesta á ráðstefnunni í lok nóvember. Töluvert á eftir Norðmönnum „Þróunin í þorskeldinu hjá okkur hefur verið hæg, kannski sem betur fer. En það er alveg ljóst að við erum töluvert á eftir Norðmönnum í þessu. Norðmenn selja um tuttugu þúsund tonn af eld- isþorski á mörkuðum í ár, sem er um helmingi meira en í fyrra. Að stærstum hluta er þetta magn úr aleldi. Norð- menn hafa verið mun stór- tækari í þessu en við Íslend- ingar, en þeir hafa líka orðið fyrir töluverðum áföllum. Í Vestur-Noregi hefur þorskeld- ið gengið heldur illa vegna þess einfaldlega að þar er of hlýtt. Þorskeldið hefur hins vegar gengið betur þegar norðar dregur. Flestir hafa tapað fjármunum á þorskeld- inu í Noregi, en hins vegar hefur hjálpað til að hátt verð hefur fengist fyrir fiskinn á mörkuðum.“ Hið opinbera í Noregi leggur fram umtalsverða fjár- muni – um tvo milljarða ísl. króna á ári - til rannsókna- og þróunarstarfs í norsku fisk- eldi. Laxeldisfyrirtæki hafa einnig farið út í þorskeldi í Noregi og minni hlutafélög og erlendir aðilar hafa einnig lagt fjármagn í norskt þor- skeldi. „Eins og hér á landi hafa verið mikil afföll í seiðafram- leiðslu Norðmanna, en það hefur samt sem áður dregið mjög úr þeim,“ segir Valdi- mar. Þarf frekari vitneskju um vistkerfi sjávar Hér á landi segir Valdimar að þekking á vistkerfi sjávar við landið með tilliti til þorskeldis sé heldur af skornum skammti og þar stöndum við Íslend- ingar nágrönnum okkar í Noregi langt að baki, enda hafi Norðmenn aflað sér mik- illar þekkingar í þeim efnum á undanförnum árum og ára- tugum í gegnum laxeldið. „Óneitanlega er það ákveðinn flöskuháls hjá okkur að að- laga eldistækni að þeim að- stæðum sem eru ríkjandi á hverju svæði,“ segir Valdimar. Á þessu ári eru unnið að því að endurskoða þá stefnumótun fyrir þorskeldi sem gerð var í Reykholti í Borgarfirði árið 2002. Aukinn áhugi á þorskeldi - er mat Valdimars Gunnarssonar, sjávarútvegsfræðings

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.