Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 12
12 Íslenskt fiskeldi stendur nú á ákveðnum tímamótum. Vænt- ingar um laxeldi í stórum stíl hafa brugðist á undanförnum árum og að margra mati virð- ist mega afskrifa þann mögu- leika að eldi á laxi verði blóm- leg atvinnugrein hérlendis á komandi árum. Miklar vonir hafa sömuleiðis verið bundnar við þorskeldi eða framhald- seldi á villtum þorski en þróun í uppbyggingu þorskeldis hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Eldi á lúðu er enn sem komið er örsmátt að vöxt- um og hið sama má segja um sandhverfueldi sem hér er stundað í smáum stíl. Af öðrum eldisgreinum virðist það aðeins vera bleikjueldi sem átt geti framtíðina fyrir sér. Aðstæður til bleikjueldis eru óvíða betri en á Íslandi en markaðsaðstæður sníða þess- ari grein þröngan stakk enn sem komið er, hvað svo sem síðar verður. Guðbergur Rún- arsson er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeld- isstöðva og í þessu viðtali fjallar hann um stöðu fiskeld- ismálanna eins og hún kemur honum fyrir sjónir. Innan Landssambands fisk- eldisstöðva eru nú sautján fyrirtæki sem hafa með hönd- um eldi á ýmsum tegundum eldisfiska. Utan samtakanna standa nokkur smærri fyr- irtæki og kræklingaræktendur hafa með sér eigin félags- skap. Staðan er skást í bleikjueldi en hjá sex fyr- irtækjum innan LF er lagt stund á slíkt eldi. Þrjú fyr- irtæki starfa enn við laxeldi en tvö þeirra eru í þann mund að leggja laxeldið á hilluna. Fjögur fyrirtæki innan vébanda LF stunda þorskeldi og loks má nefna að nokkur fyrirtæki leggja stund á eldi á tegundum eins og lúðu og sandhverfu og nokkur eru sérhæfð í seiðaeldi. Laxeldið Af þeim þremur laxeldisfyr- irtækjum, sem aðild eiga að LF, er það aðeins Rifós í Lóni í Öxarfirði sem hyggst halda laxeldinu áfram. Að sögn Guðbergs hefur þetta fyr- irtæki, sem starfrækt er á sama stað og ÍSNO var áður með eldi, yfirleitt verið með um 500 tonna ársframleiðslu en í ár er gert ráð fyrir 300 tonnum af laxi og svipuðu magni af bleikju. Fyrirtækið hefur séð innanlandsmarkaði fyrir hráefni og dugar fram- leiðslan hvergi nærri til að metta þann markað. Hin tvö fyrirtækin í laxeldinu eru Sæ- silfur í Mjóafirði og Salar Isl- andica á Djúpavogi. Ákveðið hefur verið að hætta laxeldi á báðum stöðum og í ár verður síðustu löxunum slátrað. „Það er óhætt að segja að laxinn sé svo til að hverfa úr okkar eldisumhverfi. Fram- leiðendur eru reyndar sam- mála um að hægt sé að fram- leiða lax á Íslandi en aðstæð- ur eru fráleitt eins góðar og í nágrannalöndunum. Það þarf ekki að fara lengra en til Fær- eyja til að finna betri aðstæð- ur og hærri sjávarhita. Lágur sjávarhiti og síðast en ekki síst fjarlægð frá mörkuðum eru í hnotskurn vandi laxeldis á Íslandi. Þá má heldur ekki gleyma því að laxeldið var takmarkað við mjög fáa staði eða landssvæði og í Mjóafirði má eiginlega segja að marg- lyttuplágan hafi gert út af við laxeldið á staðnum. Það var ekki hægt að verja laxeldið fyrir marglyttunum og fyrir vikið var starfseminni hætt,“ segir Guðbergur en hann get- ur þess að til marks um það hve sjávarhitinn hafi mikil F I S K E L D I Íslenskt fiskeldi er örsmá atvinnugrein: Brostnar vonir og fá sóknarfæri - rætt við Guðberg Rúnarsson framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.