Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Síða 46

Ægir - 01.08.2007, Síða 46
46 K R O S S G Á T A M I Ð S J Á V A R F I S K T E G U N D I R „Það fengust ákveðnar nið- urstöður, en það er alveg ljóst að þarf að vinna áfram að því að þróa veiðarfæri og kort- leggja hvort og þá hvænær þessar tegundir eru helst veið- anlegar,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, en hann var verkefna- stjóri í verkefninu „Tilrauna- veiðar á laxsíld og öðrum teg- undum miðsjávarfisks“, sem nú er lokið. Að verkefninu komu Síldarvinnslan, LÍU, Haf- rannsóknastofnunin og Hamp- iðjan og naut það 5 milljóna króna styrks úr AVS-rann- sóknasjóðnum. Verkefnið miðaði að því að reyna að þróa og prófa veiðarfæri þannig að unnt væri að ná góðum tökum á veiðum á laxsíld og öðrum miðsjávarteg- undum. Í þessum fyrsta áfanga verkefn- isins var gert ráð fyrir að þróa veiðarfærið og ganga úr skugga um að það henti til veiða á miðsjávarfiski, enda er það forsenda frekari rannsókna og könnunar á því hvaða veiðisvæði og veiði- tímar koma helst til greina. Veiðarfærið sem þróað var til prófunar er endurbætt útgáfa af Gloria trolli sem hefur ver- ið notað með góðum árangri við veiðar á uppsjávarfiskum s.s. kolmunna, síld og loðnu en einnig við veiðar á karfa í úthafinu. Þetta veiðarfæri reyndist ekki nægjanlega veiðið til að safna saman lax- síldum í því magni að hægt sé að stunda arðbærar veiðar. Hins vegar leiddi verkefnið í ljós ýmislegt sem menn telja ástæðu til þess að byggja of- an á. Í niðurstöðum verkefn- isins segir m.a.: „Hópurinn sem að verkefninu stóð mun áfram vinna saman að því að þróa hugmyndir að veiðarfær- um sem gætu gert veiðar á laxsíldum arðbærar. Enda þótt mælanlegur árangur verkefnisins sé ekki mikill mun þó sú reynsla sem fékkst í verkefninu verða góður grunnur að áfram- haldandi þróun veiðarfæra til veiða á smáum miðsjáv- arfiskum, auðlind sem ekki hefur verið nýtt hér við land. Laxsíldir eru lík- lega sú auðlind sjávarfiska sem hvað mest er af í heims- höfunum og er ekki nytjuð í dag. Með auknu fiskeldi og þar af leiðandi aukinni þörf fyrir prótein og lýsi geta þess- ar tegundir orðið mjög mik- ilvæg uppspretta sem fæða fyrir eldisfiska í framtíðinni.“ Tilraunaveiðar á miðsjávarfisktegundum við Ísland: Ákveðnar niðurstöður fengnar - en ástæða til þess að halda þessu verkefni áfram – að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.