Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2007, Side 26

Ægir - 01.08.2007, Side 26
26 Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, lét þess getið í yfirlitsræðu sinni á aðalfundi samtakanna 28. september sl. að tekist hafi samkomulag við félags- málaráðherra að fjölga frá og með ársbyrjun 2008 end- urgreiddum dögum vegna hrá- efnisleysis í fiskvinnslu úr 45 í 60. „Nú er það svo að breyting þýðir ekki auknar tekjur til fiskvinnslunnar, en aftur á móti er frekar mögulegt að halda fiskvinnslufólki lengur á launaskrá í hráefnisleysi, en fyrirtækin taka um 30% launa- kostnað á sig í þeim tilvikum. Engu að síður eru þetta skýr skilaboð sem við kunnum að meta og gerir það frekar að verkum að fyrirtækin skoði sína möguleika betur áður en þau grípa til uppsagna vegna þorskaflaskerðingar. Þessi að- gerð kemur ekki í veg fyrir að þeim sem starfa við fisk- vinnslu og í sjávarútvegi mun fækka verulega strax á næstu mánuðum. Það kæmi ekki á óvart að fækkun starfa í fisk- vinnslu gæti orðið um 500 á árinu 2008 sem svarar til 10- 12% af heildarfjölda starfs- manna,” sagði Arnar. Þenslan auðveldar ekki kjarasamningagerð Arnar sagðist telja að skyn- samlegt hefði verið hjá rík- isstjórninni að endurskoða lögin um Seðlabanka Íslands, því núverandi hávaxtastefna bankans í formi stýrivaxta hafi gefið út veiðileyfi á krón- una sem sjálfstæðs gjaldmið- ils. “Nú ræðst gengi krónunn- ar á miklum vaxtamun milli Íslands og okkar helstu við- skiptalanda og eru erlendir aðilar ekki í nokkrum vand- ræðum að gera út á þau við- skipti. Hvað lengi þetta ástand varir vitum við ekki, en einn ókosturinn til viðbót- ar í núverandi stöðu er sá að krónan getur skyndilega gefið eftir eða hækkað af ástæðum sem varða íslensk atvinnulíf ákaflega lítið. Við þessar að- stæður eru að hefjast kjara- viðræður á almennum vinu- markaði væntanlega í seinni- hluta næsta mánaðar. Þenslan mun ekki auðvelda næstu kjarasamninga. Engu að síður hafa fulltrúar SA og ASÍ unnið mjög gott starf á undanförn- um mánuðum sem miðar að nýju fyrirkomulagi áfallatrygg- inga, en það hugtak tekur til trygginga vegna veikinda, slysa og örorku. Hvatinn að þessum viðræðum er sívax- andi fjöldi öryrkja og há ör- orkutíðni sem kemur fram í hækkandi útgjöldum sam- félagsins og brotthvarfs af vinnumarkaði. Núverandi fyr- irkomulag áfallatrygginga byggir á tiltölulega löngum veikindarétti hjá vinnuveit- enda, síðan tekur við bóta- tímabil hjá sjúkrasjóðum stétt- arfélags og að síðustu örorku- kerfið þar sem lífeyrissjóður og almannatryggingar koma að málum. Alltof oft reynist núverandi fyrirkomulag vera einstefnugata til örorku og fólk sem fer inn á þessa braut á alltof sjaldan afturkvæmt inn á vinnumarkaðinn á nýjan leik. Fiskvinnslan mun eins og áður taka fullan þátt í mót- un kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði þó svo að núverandi aðstæður í sjáv- arútvegi gefi ekki tilefni til hækkunar útgjalda,“ sagði Arnar. Mikil fækkun fiskvinnslufólks Arnar sagði að störfum í fisk- vinnslu hafi fækkað mjög mikið á undanförnum árum. Nú sé reiknað með að starfs- mannafjöldi í fiskvinnslufyr- irtækjum svari til 4500 heils- dagsstarfa sem er nokkur fækkun frá síðasta ári. Lokun F I S K V I N N S L A N Starfsmönnum fiskvinnslu gæti fækkað um 500 manns 2008 - telur Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, og Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. á Grundarfirði. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Bera saman bækur. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.