Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 27

Ægir - 01.08.2007, Blaðsíða 27
27 rækjuverksmiðja og fækkun fyrirtækja sagði Arnar að hafi leitt til fækkunar starfa og breytingar í vinnslu hafi þar ávallt nokkur áhrif. „Frá því um og upp úr 1990 hefur starfsfólki fækkað um meira en 60%. Skýringar á fækkun starfa í fiskvinnslu má einkum rekja til gríðarlegrar tækni- væðingar í öllum vinnslu- greinum, breytingum í vinnsl- unni ásamt fjölgun vinnslu- skipa á sínum tíma. Að sjálf- sögðu eru mun fleiri á launa- skrá en þessar tölur segja og má þar nefna sumarfólk og þeir sem starfa í hlutastörfum. Þá vantar inn í þessa tölu starfsfólk sem vinnur ekki í beinum tengslum við fram- leiðsluna.“ 7% hérlendra vinnuhanda starfa í sjávarútvegi „Hlutfall þeirra sem starfa í sjávarútvegi á Íslandi er á þessu ári komið niður fyrir 7% á vinnumarkaði, eða sem næst 9000 heilum störfum á ársgrundvelli. Á sama tíma þenjast út hverskonar þjón- ustugreinar sem ekki sér fyrir endann á. Eingöngu á þessu ári hefur starfsfólki við fjár- málastofnanir hér á landi fjölgað yfir 600 manns. Á milli þessarar þróunar í sjávarút- vegi sem var að mestu leiti óhjákvæmileg og fækkunar íbúa á landsbyggðinni eru bein tengsl. Byggðaþróun á landsbyggðinni og stærð fyr- irtækja í sjávarútvegi útheimtir það mikinn fjölda starfs- manna að ekki var hægt að manna fyrirtækin heimafólki. Slíkt hefur verið þekkt í sjáv- arútvegi í marga áratugi. Í minni sjávarplássum hefur ekki í langan tíma verið til staðar heimafólk til þess að halda upp eðlilegri starfsemi. Samkvæmt síðustu úttekt Hagstofu Íslands og könnun á fjölda atvinnuleyfa og fram- lengingu þeirra hjá Vinnu- málastofnun má ætla að um 1200 erlendir starfsmenn vinni nú við fiskvinnslu hér á landi. Reikna má fastlega með að þeir myndi liðlega eitt þúsund heil störf á árs- grundvelli eða tæplega 25% af heildarfjölda starfa í grein- inni. Af þessum fjölda má reikna með að um 75% þeirra starfi utan höfuðborgarsvæðis og meðal útlendra starfs- manna eru heldur fleiri konur en karlar. Í þessum tölum eru ekki þeir starfsmenn í fisk- vinnslu sem öðlast hafa ís- lenskan ríkisborgararétt á undanförnum árum.“ Getur valdið erfiðleikum á mörkuðum okkar Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, ræddi á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva m.a. um þann vanda sem við verður að glíma fyrir íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki með sölu á minna magni af þorski á næsta fiskveiðiári en áður. „Skammtímavandinn getur orðið ýmiss konar á erlend- um mörkuðum,” sagði ráð- herra. „Það er auðvitað ljóst mál að sú ákvörðun að draga úr þorskaflaheimildunum um þriðjung getur valdið erf- iðleikum á mörkuðum okkar. Ýmsir fiskverkendur munu standa frammi fyrir því að geta ekki uppfyllt þarfir sinna viðskiptavina. Það er vandi til skemmri tíma sem getur hins vegar orðið lengri tíma vandamál ef ekki er gætt að. Þetta viðfangsefni er hins vegar hrein hátíð hjá þeim ógöngum sem við myndum rata í ef þorskstofninn stækk- aði ekki. Við eigum því mikið undir því að vel takist til með stækkun þorskstofnsins á komandi árum. Stóra málið er því að úr rætist og framundan sé aukið framboð með stækk- andi veiðistofnum. Við skul- um þó ekki gera okkur í hug- arlund að sú breyting gerist á einni nóttu eða með einhverj- um ógnar hraða. Vonirnar standa fyrst og fremst til þess að það takist að byggja upp þorskstofninn þannig að á komandi árum verði hann öflugur. Ég legg hins vegar áherslu á að staðan var auð- vitað ekki sú að þorskstofn- inn hafi verið í útrýming- arhættu á því tímabili sem ákvörðunin var tekin. Hún var tekin fyrst og fremst með framtíðarhagsmuni að leið- arljósi og til að tryggja að ekki þyrfti að grípa til enn erfiðari aðgerða síðar. Þetta var rökrétt skref í ljósi þess sem við höfum sjálf talað fyrir á alþjóðlegum vettvangi. Það var því ekki af einhverri meinbægni sem ég ákvað að fara með heildarafla í þorski ofan í 130 þúsund tonn, eins og mér finnst stundum mega skilja af umræðunni. Þvert á móti varð það niðurstaðan að þessi leið væri hagfelldari fyr- ir sjávarútveginn þótt vissu- lega væri hún erfið. Lítilshátt- ar en viðvarandi niðurskurður aflaheimilda á næstu árum, sem var hinn kosturinn, hefði að mínu mati verið miklu verri kostur fyrir atvinnugrein- ina,“ sagði Einar Kristinn m.a. í ræðu sinni. F I S K V I N N S L A N Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, flytur aðalfundi SF skýrslu stjórnar. Við hringborðið. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnarins, Ellert Krist- insson framkvæmdastjóri Agustson ehf. í Stykkishólmi og Rakel Olsen stjórnarfor- maður fyrirtækisins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.