Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Side 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 9 gerist umsvifamikill og víðförull kaupsýslumaður. Hefst þá stórbrotnasti kaflinn i æfi hans, sem er sizt kunn- ur almenningi, og ef til vill fáum eða engum kunnur til hlitar. Fóru þá miklar sögur af umsýslu lians og yfirburðum i viðskiptum. Það þótti sýnt, að hann lcynni manna bezt skil á fésýslubrögðum samtiðar sinnar. Hann kastaði teningum sínum til hins hæsta spils. Hon- um virtist það leikur að draga burst úr nefi fésjúkri og prettvísri samtíð meðal erlendra fésýslumanna. Hins- vegar virtist hann gjalda fjármunum fyrirlitningu sína, jafnskjótt og hann hafði þá handa milli, því hann só- aði á tvær liendur. Þannig varð Einar ýmist stórauð- ugur maður eða févana. Hann eignast glæsidrauma um ónumdar auðlindir fslands, mátt fossanna, auðæfi hafs- ins. Hann festir kaup á fossaréttindum, eignast jarðir og aðstöðuréttindi. En draumarnir koma og fara; hann sleppir jafnhraðan tökum og hverfur til síns innra manns, inn í musteri skáldskaparins, þar sem hann krýpur á kné frammi fyrir guðdómi æðstu listar og dýpstu speki, meðan tregi vökulífsins liður honum gegnum hjarta. Eftir því sem líður á æfi Einars Benediktssonar ger- ist líf hans stórfelldara um átök, og að því er virðist stórhrotnara um öfgar og misfarir. Þau hjón slíta sam- vistum. Heimilislíf hans hefur verið á reiki vegna um- svifa hans og ferðalaga og rofnar loks með öllu. — Líf hans verður að nokkru háð hefðbundnum venjum kaup- sýslumanna um mikla umgengni við Bacchus. Þó háir það ekki störfum hans og afköstum, eins og liann kaus sér þau allt fram á síðasta áratug æfi hans. En þar kemur, að orka hans lætur undan síga, og hann legg- ur niður störf, þrotinn að heilsu, nokkrum árum fyrr en æfi hans lýkur. Þessi er útsýnin um hinn ytri svip í lífi og æfikjör- um Einars Benediktssonar. Af henni verður nokkuð ráðið um afburði hans og sérlyndi. En af snöggri út-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.