Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 12
BJÖRN ÞORSTEINSSON:
Jón biskup Arason og siðaskiptin
á Nörðurlöndum
T ímamót
Fyrri hluti 16. aldar er einhver mesti ólgutími, sem gengið hefur yfir
Vesturlönd. Þá er sem allt leiki á reiðiskjálfi. Byltingar og stórvelda-
stríð geisa á blóðvöllum álfunnar, menn breyta um lifnaðarháttu, trú
og siðgæðishugmyndir, og veröldin sjálf tekur rneira að segja stakka-
skiptum. Lærðir menn höfðu að vísu vitað allt frá því í fornöld, að
jörðin er hnöttur eða böllótt, eins og íslenzkir stjarnfræðingar orða það
á 12. öld. Þeir fróðu menn reiknuðu út, að það mundi taka sig um 180
daga að sigla kringum jörðina í sæmilegum byr, Þrátt fyrir þessa get-
speki íslendinga og annarra Evrópuþjóða þekktu þær ekki nema lítinn
hluta af yfirborði hennar. Heimur Vesturlandabúa stækkaði því skyndi-
lega, er þeir fundu tvær nýjar heimsálfur, siglingaleiðina suður fyrir
Afríku og hugdjörfum sæförum tókst að sigla allt í kringum hnöttinn.
í þessu hafróti breytinga og byltinga á fyrra hluta aldarinnar segjum
við, að nýtt tímabil hefjist í sögu mannkynsins, nýja öldin gengur í
garð og er allgustmikil þegar í upphafi. Fyrsta skeið nýju aldarinnar
er venjulega kennt við landafundi og siðabót eða siðaskipti í sögu Ev-
rópu, þar eð Vesturlandabúar heyja látlausar orðasennur og hildarleiki
um trúmál á þessu tímabili. Þessar trúarbragðadeilur voru hin stór-
pólitísku átök þess tíma milli auðvalds og lénsskipulags, konungsvalds
og kirkjuvalds, bænda og landeigenda, verkamanna og atvinnurek-
enda, og allir þessir aðilar stóðu með biblíuna í höndunum og játuðu
sérstaka trú. En upp úr öllurn guðfræðistælunum reis smám saman
pólitísk flokkaskipting, sem einkennt hefur borgaralegt þjóðfélag.
Siðskiptin eiga upptök sín í Þýzkalandi, eins og kunnugt er. Þjóðfé-
lagsþróun undangenginna alda var hægari þar en í öðrum vestlægum