Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 13
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 171 löndum. í Frakklandi og Englandi risu upp tvær stórar verzlunarborgir, París og London, og urðu miðstöðvar þjóðlífsins. I þessum borgum sátu ríkisstjórnirnar, og þar reis upp öflug verzlunarstétt, sem tók þátt í heimsverzluninni og var þess umkomin að lána krúnunni fé til styrj- alda og reksturskostnaðar. Hér sköpuðust því höfuðstaðir í stjórnmál- um, fjármálum og menningarmálum þessara landa, en furstaveldi mið- aldanna var brotið á bak aftur. Völd þjóðhöfðingjanna hvíldu ekki lengur á fasteignum, heldur reiðufé og málaliði. Oflug nýtízku þjóðríki voru að myndast. Þýzkaland eignaðist engar slíkar menningar- og athafnamiðstöðvar eins og París og London. Það skiptist í fjölmörg furstadæmi, en ekkert afl myndaðist í landinu, sem gat sameinað þjóðina í eina heild og unnið sigur á leifum lénsveldisins eða sveitamennskunnar. Það var því sundrað og sérstök féþúfa páfastólsins. Veldistími páfanna var liðinn, svo að þeir gátu ekki sagt furstum álfunnar lengur fyrir verkum, heldur háðu þeir glímu um yfirráðin yfir páfastólnum. Þjóðverjar höfðu lítil tök á því að hagnast á páfadóminum, en urðu áþreifanlega varir við fjárplóg kaþólsku kirkjunnar. Þeim var því hagsmunamál að losna undan oki páfastólsins, og furstar landsins voru áfjáðir í eignir kirkj- unnar. Þegar Lúther reis upp og gagnrýndi aflátssöluna, varð hann furstunum sérlega geðþekkur. Hann eignaðist strax ákafa fylgjendur, sem ýttu undir það, að hann héldi áfram stefnunni og fletti ofan af sið- spillingu og fjárdrætti páfadómsins. Ósjálfrátt varð hann málsvari furstanna og réttlætti allar kröfur þeirra á hendur kirkjunni. Siðbót hans varð því hagsmunamál fursta í Þýzkalandi og öðrum löndum, þar sem þróun þjóðfélagsmála var skammt á veg komin, en allsterkt aðals- veldi ríkti. í sunnanverðri álfunni var kaþólska kirkjan aftur á móti tæki stjórnarvaldanna í stórpólitískri baráttu tímabilsins, en af þeim sökum var siðbótin andstæð hagsmunum þeirra. Lúther var mjög íhaldssamur og bar mikla virðingu fyrir öllum stjórnarvöldum. Skoð- anir almennings skiptu hann ekki máli, því að alþýða hlaut að hafa sömu trú og yfirboðarar hennar. Lútherstrúin var því ekki byltinga- sinnuð, og hún einskorðaðist því snemma við hin frumstæðari lönd Vestur-Evrópu. I ríkjum hennar veittist borgarastéttinni örðugt að sigrast á óskapnaði lénsskipulagsins. Hún blés ekki óþoli og uppreistar- anda í þessa framsæknustu stétt þjóðfélagsins eins og Kalvínstrúin, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.