Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 15
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 173 kaþólsku kirkjunnar. Þegar erkibiskup kom úr vígsluför vorið 1524, var landið konungslaust, þar eð Kristján II. var flúinn og Friðrik 1. hafði ekki verið hylltur. Rikisráðið hafði tekið stjórn landsins í sínar hendur, en var forystulítið. Ólafur erkibiskup Engilbrektsson varð þegar sjálfkjörinn leiðtogi Norðmanna og hóf ákveðna baráttu fyrir auknu sjálfstæði þeirra. Boðað var til ríkisráðstefnu um sumarið, þar sem Kristjáni II. var sagt upp trú og hollustu og Friðrik I. viðurkennd- ur konungur norska ríkisins. Þessa ráðstefnu sat nývígður biskup til Hólastóls á íslandi, Jón Ara- son að nafni. Hann er sennilega um fertugt um þessar mundir, manna hæstur, svo að biskupskápan tók honum rétt á hné, langleitur, slétt- leitur, lotinn á herðar og „mikið fyrirmannlegur“. Hann var kominn af göfuguin ættum á Norðurlandi, hafði snemma komizt til metorða hjá Hólabiskupi, Gottskálki Nikulássyni, farið með konungs umboð í Vaðlaþingi og hlotið Oddastað að Iéni, en hann þótti bezta brauð landsins. Þótt Jón Arason hefði glæsilegan feril að baki, er Gottskálk biskup andaðist, var braut hans ekki greið að biskupsstólnum. Skál- holtsbiskup hafði andazt nokkru áður, og biskupsefni Sunnlendinga, Ögmundur Pálsson, hafði í utanför sinni til biskupsvígslu komizt í mikið vinfengi við Kristján konung II. og fengið umboð kórsbræðra í Niðarósi yfir Hóladómkirkju og öllum hennar eignum „bæði til and- Iegra hluta og veraldlegra“, þangað til löglegur biskup kæmi til stað- arins. Þegar Ögmundur hafði fengið þetta umboð, hugðist hann ráða yfir Hólabiskupsdæmi og biskupskosningu þar. Með harðfylgi tókst Jóni Ara- syni þó að ná kosningu og komast utan, þótt hann væri bannsettur og dæmdur. í Danmörku vildi svo vel til, að Kristján II., vinur Ögmundar, var stokkinn úr landi, þegar Jón biskupsefni kom þangað, en Friðrik I. tók honum tveimur höndum, og nú var hann kominn á bekk með helztu höfðingjum norska ríkisins og ráðslagaði um landsins gagn og nauð- synjar. Erkibiskup þekkti gjörla til nýja siðarins, bæði kenningar hans og framkvæmdir. Hann hafði verið vitni að því, hvernig siðskipta- mennirnir eirðu engu, hvorki eignum né helgum véum. Kirkjur voru brenndar, dýrlingamyndir og annar skrúði eyðilagður, klaustur svívirt og biskupar og prestar fangelsaðir. Aðalstefnumál hans var að efla kirkjuna og ríkisráðið, hrista af Norðmönnum ok Dana og sameina þá undir stjórn erfðakonungs. Skoðanir Jóns Arasonar á réttarstöðu ís-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.