Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 16
174
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lands hafa mótazt við kynni af erkibiskupi þetta sumar. Eins og síðar
kemur fram, vitnar Jón oft til ríkisráðs Norðmanna sem handhafa
æðsta valds í íslenzkum málum, en samkvæmt fornum og nýjum skiln-
ingi Islendinga voru þeir í persónusambandi við Noregskonung, en
norska ríkisráðið hafði hér ekki neitt að segja nema konungslaust væri
í ríkinu.
Ríkisráðið kaus Friðrik 1. með því skilyrði, að hann samþykkti
skuldbindingarskrá þess. Samkvæmt henni var því algjörlega neitað,
að danska ríkisráðið hefði nokkurn lagalegan rétt til þess að hlutast
til um norsk málefni, og konungur lofaði hátíðlega að skipa aldrei
nokkurn lærisvein Lúthers til prédikunarembættis í Noregi. Norsku ráð-
herrarnir notuðu sér að fullu, að Friðrik I. var hvergi nærri fastur í
sessi, sviptu Dani, sem voru ákafastir fylgismenn hans, lénum sínum og
boluðu danska ríkisstjóranum úr landi. Nývígði íslenzki biskupinn á
nokkurn þátt í þessum sviptingum, sem hlutu að vekja hann til alvar-
legrar umhugsunar um framtíð íslenzku kirkjunnar og íslenzku þjóð-
arinnar eða öllu heldur íslenzkrar höfðingjastéttar.
Milljónarar og ílialdsmenn
Biskupsstólarnir íslenzku voru auðugustu stofnanir landsins á mið-
öldum og biskuparnir valdamestu menn þjóðarinnar. Þegar Jón Arason
tók biskupstign, átli Hólastóll um fjórðung allra jarðeigna í biskups-
dæminu, en klaustur og kirkjur viðlíka mikið. Fasteignunum fylgdu
um 1930 kúgildi, en afgjald hvers kúgildis voru tveir fjórðungar
smjörs. Landskyldir og kúgildaleigur mundu nema rúmri milljón
króna samkvæmt okkar verðlagi. En auk þess átti Hólakirkja ógrynni
fjár í öðrum verðmætum. Hún átti haffært skip 70 lestir, einn teinær-
ing, einn áttæring, fjóra sexæringa og geysimikið af rekafjörum víða
með ströndum fram. Stóllinn átti mikið af alls konar gripum úr gulli,
silfri, tjöldum og öðrum kirkjubúnaði auk bóka og búpenings á heima-
jörðinni. Biskup fékk einnig margvísleg gjöld og skatta, fjórðung tí-
undar, sakeyri og fleiri smátekjur.
Allur þessi feiknarauður var Jóni Arasyni í hendur fenginn, og hann
reyndist ötull við það að ávaxta hann. Hann átti lengstum í jarðabraski
bæði fyrir sig og kirkjuna, og 1533 eru fasteignir hans taldar rúmlega