Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 17
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 175 sjö milljón króna virði í vorum peningum. Jón efldist því bæði að auði og áhrifum, svo að flestir urðu að sitja og standa eins og honum lík- aði. Hann var sýslumaður í tveimur stórum þinghám, ættríkur og vin- margur. Jón Arason átti sér fylgikonu, Helgu Sigurðardóttur, sonardóttur Barna-Sveinbjarnar Þórðarsonar í Múla, og eignuðust þau níu börn. Fróðir menn telja, að ættir allra Islendinga, sem ættfærðir verða, megi rekja til Jóns biskups. Fjögur af þessum börnum koma talsvert við landssöguna, þar eð Jón hélt þeim allmikið fram til mannvirðinga. Ari Jónsson var talinn fyrir þeim systkinum, og kom Jón honum ungum í lögmannsembættið norðan og vestan árið 1530. Sú embættisveiting þótti mörgum hneyksli, en Jón biskup naut bæði styrks konungs og hirðstjóra um þær mundir. Það má gera ráð fyrir, að biskup hafi ráðið allmiklu með syni sínum fyrstu lögmannsár hans. Við getum því bezt kynnzt stjórnarstefnu þeirra Hólafeðga með því að athuga lög- mannsúrskurði Ara. Arið 1531 lætur hann kveða upp dóm um búlausa menn, vinnufólk, verkakaup, varningskaup og búðsetumenn. Þar segjast dómendur eiga að dæma um þann mikla ósið, er efldist í landinu og almúginn klagaði um, að búlausir menn fari í sveit og meti sig margir út fyrir kúgildi eður eitt og hálft hundrað eður meira (2000—3000 kr.), er eigi vinna til 10 aura eða því nær. Þar eru sett ýmis ákvæði um kaup og vistráðningu manna og dæmt, að engir búðsetumenn skyldu vera í landinu, þeir eð eigi hafa búfé að fæða sig við eða minna fé eiga en þrjú hundruð. Þeir, sem minna fé áttu, voru skyldir að vera í ársvist, ef þeir höfðu ekki fyrir fjölskyldu að sjá. Kvartað er einnig undan kaupskap manna, „er enga tíund gjöra eður því nær“ og þeim er engin nauðsyn í að kaupa svo sem skrúðklæði og aðra þarfleysu. Þessi dómur er geysimerkur þjóðfélagslega séð, því að hér er gripið á þeim málum, sem einkum snertu samskipti höfðingja og alþýðu manna. Frá því er fiskveiðar efldust hér á fyrra hluta 14. aldar, leitaði alþýðan mjög til verstöðvanna, reyndi að lifa þar af handafla sínum og öðlast á þann hátt nokkurt persónufrelsi. Islenzka höfðingjavaldið barðist gegn þeirri þróun og kippti þar með úr vexti og viðgangi þjóð- arinnar. Þeir Hólafeðgar voru miklir íhaldsmenn, en hljóta þó jafnan að fá annan dóm í sögunni en algengt er um forvígismenn afturhaldsafl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.