Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 22
180 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aftur ríki sitt, og hélt hann til Noregs með skipaliði. Norðmenn gengu honum þegar til handa, en konungur lét Dani ginna sig á sáttafund, þar sem hann var svikinn í tryggðum. Skömmu síðar andaðist Friðrik I., og náðist ekkert samkomulag um konungskjör, en borgarastyrjöld geisaði í ríkinu. Flokkaskiptingin var allflókin í þessari styrjöld, þar eð margs konar innlendir og erlendir hagsmunir rákust á, en aðallega áttust við tveir hópar manna. Annars vegar var flokkur holsteinska og danska aðalsins undir forystu Kristjáns hertoga af Holstein-Gottorp, elzta sonar Friðriks I., en hins vegar voru borgarar og mikill þorri bænda undir forystu Libyku. Libykumenn sögðust berjast fyrir frelsi og konungdómi Kristjáns II., en fólu Kristófer greifa af Oldinborg forystu liðsveita sinna. Þeir ætluðu sér að endurheimta áhrif sín á Norðurlöndum, hnekkja þar aðalsveldinu og útiloka Hollendinga frá verzlun á Eystrasalti. Þeim tókst ekki að reisa rönd við hálfþýzkum hersveitum aðalsins, og sumarið 1535 hafði Kristján hertogi lagt undir sig alla Danmörku nema Kaupmannahöfn. Borgarbúar vörðust af þrá- kelkni í eitt ár, en urðu að gefast upp, þegar allir hundar, kettir og rott- ur voru uppetnar. Aðallinn hafði unnið úrslitasigur í danska ríkinu, og borgarastéttin átti sér ekki viðreisnar von um skeið. Þessi sigur aftur- haldsaflanna varð til þess, að Danir áttu lítinn beinan þátt í landafund- um og útþenslu næstu alda. Sókn dönsku yfirstéttarinnar beindist inn á við, þyngdi ok alþýðunnar heima fyrir og féfletti Norðmenn, íslend- inga og Færeyinga rækilegar en nokkru sinni fyrr. Þegnar Danakon- ungs nutu því lítils góðs af því, að nýir heimar voru að opnast hvítum mönnum. íslendingar fylgdust auðvitað vel með því, sem var að gerast á Norðurlöndum um þessar mundir. Biskuparnir fóru með hirðstjóra- völd í umboði norska ríkisráðsins, meðan styrjöldin geisaði, og fara litlar sögur af valdstjórn þeirra. Þegar Kristján III. var orðinn ein- valdur í Danmörku tóku íslendingar við umboðsmönnum hans mót- þróalaust í fyrstu, en þeim virðist ekki hafa verið mjög brátt að hylla hann. Konungur tók Kaupmannahöfn í júlí sumarið 1536, en í ágúst lét hann varpa dönsku biskupunum í fangelsi og lýsti yfir því, að í danska ríkinu „skyldi hinn heilagi fagnaðarboðskapur og guðsorð vera flutt og prédikað klárt, rétt og hreint“. Þar með voru siðaskiptin endanlega innleidd í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.