Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 24
182 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR orSið breyting á, ísland, Grænland og Færeyjar höfðu verið skattskyld norsku krúnunni og komust þannig undir dönsku krúnuna, en nú hverfa þau beint undir Danmörku og fylgdu henni, þegar danska rík- inu var skipt 1814. Engra mótmæla verður vart af Norðmanna hálfu gegn þessum aðförum dönsku stjórnarinnar, enda var engin stofnun lengur til í landi þeirra, sem gat komið fram fyrir hönd þjóðarinnar. Danakonungar töluðu hér eftir um „vort land ísland“, og Kristján III. nefnir það meira að segja á einum stað jrjálsl skattland sitt. Menn verða jafnan að hafa í huga við bollaleggingar um þetta mál, að kon- ungurinn og aðallinn höfðu enga ákveðna stjórnarstefnu aðra en þá, sem þeir töldu þjóna bezt hagsmunum sínurn á hverjum tíma. Sökum vanþekkingar á ýmsum atriðum í stjórnarháttum ríkisins og afleið- ingum nýbreytni sinnar kusu stjórnarvöldin oft að bíða átekta og sjá hverju fram yndi, eða með öðrum orðum, danska stjórnin vildi gjarnan að tíminn leiddi í ljós, hvað heppilegast væri að hún gerði í einstökum atriðum sjálfri sér til hagsbóta. Frumhlaupið um innlimun Noregs 1536 er eitt bezta dæmið um það, hve fávísir ráðherrarnir voru um afleiðingar veigamikilla stjórnarákvarðana. í íslandsmálum er stjórnin gætin og fer sér að engu óðslega, enda var hér ekki eftir jafn- miklu að slægjast eins og í Noregi. Hér var stjórnin frá upphafi örugg um sigurinn og kaus að leggja sem minnst í kostnað, en láta tímann vinna fyrir sig. Fyrstu átökin við hinn nýja sið Hér verður fyrst vart gagnrýni „með óskaplegum orðtogum upp á klerka og allan kennidóminn“ í Skálholtsbiskupsdæmi laust eftir 1530, og fyrsti lútherski söfnuðurinn á Islandi myndaðist um líkt leyti undir handarjaðri Ogmundar Pálssonar. Þetta atriði er eftirtektarvert, þar eð Ögmundur er talinn með ráðríkustu og harðdrægustu íslenzkum biskupum, og er þá langt til jafnað. Fáir þorðu að andæfa Ögmundi, meðan vegur hans var mestur, og enginn reyndi heldur að bera blak af honum, þegar í óefni var komið. Með harðstjórn sinni hefur Ögmund- ur bakað sér hatur handgengnustu manna sinna eins og Gissurar Ein- arssonar og Jóns Einarssonar, sem sagt er, að hafi fyrstur orðið til þess hér á landi að halda fram kenningum Lúthers. í utanför 1533—34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.