Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 26
184
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að annast hirðstjórnina, þangað til „löglegur og fullmektugur hirð-
stjóri og umboðsmaður“ yrði skipaður í embættið af konungi. Lands-
menn rituðu kóngi bréf, og er auðséð, að Jón Arason á mestan þátt í
samningu þess. Þar segir, að dandismenn hafi hvorki „lesið né heyrt,
síðan Norðurlöndin voru fyrst kristnuð, að nokkurt kónglegt vald hafi
umskipti á gert kennimannlegu embætti, utan það hafi verið innsett af
rómversku valdi. — Það embætti og átrúnað viljum vér halda, sem
vorir vísustu lærðir menn verða allir samþykkilegir og ekki eru í móti
réttum Noregs lögum. Vilji yðar herradóms umboðsmenn setja upp á
oss nokkurn þann átrúnað að halda, sem í móti er vorum skilningi, þá
biðjum vér auðmjúklega yðar konunglegu majestat að gefa oss orlof
með vort lausafé, að vér megum hjálpa oss í þeim ríkjum, sem guð
vísar hverjum“. Þeir segja, að menn hirðstjórans, sem vegnir voru í
Skálholti, hafi verið dæmdir fullkomnir óbótamenn samkvæmt Noregs
lögum, „og þann úrskurð, sem lögmaður leggur á, má enginn rjúfa utan
herra kóngurinn sjálfur og þó með vitrustu manna ráði“. Þeir ljúka
bréfinu með því að biðja kóng að setja hér engan mann til yfirstjórnar,
„sem ekki veit eða heldur landsins lög og ekki er af danskri tungu“
(þ. e. íslenzkri) .
Ogmundur biskup var orðinn heilsulasinn um þessar mundir, og bí-
falar hann Jóni biskupi að rita kóngi fyrir sína hönd síðar um sum-
arið. Þar segist hann í öllu vera samþykkur bréfi almúgans, sem vor
bróðir biskup Jón útsendir til lians.
ísland skiptist í tvö ríki
Þegar konungi bárust bréf landsmanna, tók hann það fangaráð að
senda hingað Kristófer Hvidtfeldt, lénsmann sinn í Þrándheimi, með
tvö herskip og höfuðsmanns valdi. Hann hafði verið sendur til Noregs
1537 svipaðra erinda og hann átti nú að reka við íslendinga. Öllum ís-
lendingum er kunnugt um framferði Hvidtfeldts og Gissurar Einarsson-
ar við Ögmund biskup vorið 1541, svo að þá sögu er óþarft að rekja.
Aðalerindi hans var að setja niður deilur, safna fé til svonefndrar
landshjálpar og innleiða kirkjuskipan Kristjáns III. Það er eftirtektar-
vert, að hér er gengið allmiklu skemmra en í Noregi 1537. Hvidtfeldt
sendi erindisbréf sín norður til Hóla, og brá Jón biskup þegar við og