Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 26
184 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að annast hirðstjórnina, þangað til „löglegur og fullmektugur hirð- stjóri og umboðsmaður“ yrði skipaður í embættið af konungi. Lands- menn rituðu kóngi bréf, og er auðséð, að Jón Arason á mestan þátt í samningu þess. Þar segir, að dandismenn hafi hvorki „lesið né heyrt, síðan Norðurlöndin voru fyrst kristnuð, að nokkurt kónglegt vald hafi umskipti á gert kennimannlegu embætti, utan það hafi verið innsett af rómversku valdi. — Það embætti og átrúnað viljum vér halda, sem vorir vísustu lærðir menn verða allir samþykkilegir og ekki eru í móti réttum Noregs lögum. Vilji yðar herradóms umboðsmenn setja upp á oss nokkurn þann átrúnað að halda, sem í móti er vorum skilningi, þá biðjum vér auðmjúklega yðar konunglegu majestat að gefa oss orlof með vort lausafé, að vér megum hjálpa oss í þeim ríkjum, sem guð vísar hverjum“. Þeir segja, að menn hirðstjórans, sem vegnir voru í Skálholti, hafi verið dæmdir fullkomnir óbótamenn samkvæmt Noregs lögum, „og þann úrskurð, sem lögmaður leggur á, má enginn rjúfa utan herra kóngurinn sjálfur og þó með vitrustu manna ráði“. Þeir ljúka bréfinu með því að biðja kóng að setja hér engan mann til yfirstjórnar, „sem ekki veit eða heldur landsins lög og ekki er af danskri tungu“ (þ. e. íslenzkri) . Ogmundur biskup var orðinn heilsulasinn um þessar mundir, og bí- falar hann Jóni biskupi að rita kóngi fyrir sína hönd síðar um sum- arið. Þar segist hann í öllu vera samþykkur bréfi almúgans, sem vor bróðir biskup Jón útsendir til lians. ísland skiptist í tvö ríki Þegar konungi bárust bréf landsmanna, tók hann það fangaráð að senda hingað Kristófer Hvidtfeldt, lénsmann sinn í Þrándheimi, með tvö herskip og höfuðsmanns valdi. Hann hafði verið sendur til Noregs 1537 svipaðra erinda og hann átti nú að reka við íslendinga. Öllum ís- lendingum er kunnugt um framferði Hvidtfeldts og Gissurar Einarsson- ar við Ögmund biskup vorið 1541, svo að þá sögu er óþarft að rekja. Aðalerindi hans var að setja niður deilur, safna fé til svonefndrar landshjálpar og innleiða kirkjuskipan Kristjáns III. Það er eftirtektar- vert, að hér er gengið allmiklu skemmra en í Noregi 1537. Hvidtfeldt sendi erindisbréf sín norður til Hóla, og brá Jón biskup þegar við og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.