Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 32
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bréf til allra góðra manna í Skálholtsbiskupsdæmi þess efnis, að hann vildi styrkja heilaga Skálholtskirkju með ráðum og dáð, eftir því sem hann mætti bezt gera að lögum og því legátavaldi heilagrar Róma- kirkju, sem veitti honum í vígslunni fullmakt að dispensera yfir öllu Islandi „um allar causas papales“. Um alþingistímann hélt Jón almenna prestastefnu í Skálholti, og var þar kosinn Sigvarður Halldórsson ábóti í Þykkvabæ til biskups. í kjörbréfinu segjast klerkar vænta staðfesting- ar konungs á kosningunni og heita að styðja hann, Noregskrúnu og Noregsríkisráð að réttum Noregslögum, eftir því sem þeir hafi frekast afl til og megi og geti. Það virðist undarlega vanhugsað af Jóni Arasyni og klerkum hans að senda Sigvarð ábóta til Danmerkur. Hver átti að vígja hann þar, og hvernig gat þeim dottið í hug, að konungur samþykkti kosningu hans? Að vísu stendur í bréfi Jóns til Sunnlendinga, að heygbornasti herra kóngurinn hafi sent honum og klerkum hans innsiglað, opið verndar- bréf. Það er næstum því óhugsandi, að Kristján III. hafi sent honum slíkt bréf, en aftur á móti hefur hann getað fengið verndarbréf frá Friðriki I. Á öllum Norðurlöndum var einungis einn maður, sem gat vígt Sigvarð rómverskri vígslu, og þessi maður var Jón Arason sjálfur. Hvers vegna hann gerði það ekki, er með öllu ókunnugt. Af fyrr nefndu bréfi er auðséð, að honum hefur verið fullkunnugt um þær embættis- skyldur, sem breytt viðhorf lögðu honum á herðar. Sending Sigvarðs ábóta til Danmerkur virðist hraparleg skyssa, sérstaklega hafi Jón Arason einhvern tíma fengið verndarbréf frá Kristjáni III. Þótt Lútherstrú stæði ekki djúpum rótum í Skálholtsbiskupsdæmi, höfðu ýmsir ríkismenn stiftisins tekið sinnaskiptum. Þeir fylktu sér um Martein Einarsson prest á Staðarstað sem biskupsefni. Pétur, bróðir hans, hafði verið í þjónustu Dana og kunni nokkuð til hernaðar, en Daði Guðmundsson í Snóksdal átti systur þeirra bræðra. Marteinn fór þegar utan, er hann var kjörinn til biskups, og hlaut vígslu. Meðan hann var utan, önnuðust Árni Arnórsson í Hítardal, Jón Bjarnason, ráðs- maður í Skálholti, Pétur og Daði forstöðu biskupsdæmisins. Sigvarður fól aftur á móti Jóni Arasyni umboð yfir biskupsstólnum af sinni hálfu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.