Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 34
192 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bug á sér finna, heldur fékk hann Orm lögmann Sturluson til þess að kveða upp dóm um þessi mál og skaut þeim undir konungsúrskurð. Atburðarásin fer að verða allhröð, þegar hér var komið. Menn flykkjast úr landi með alls konar kærur á hendur Jóni biskupi og væntu sér bitlinga og metorða hjá kóngi. Veturinn 1549 skrifaði kon- ungur íslendingum opið bréf og lýsir biskup útlægan og friðlausan, þangað til hann sættist við sig. Konungur gaf einnig út ýmis verndar- bréf um líkt leyti handa einstökum mönnum og öllum klerkum Skál- holtsstiftis, en bað Daða að styrkja vini sína við það að handtaka Jón biskup og syni hans fyrir ágang og ofríki gegn íslenzkum lögum, svo að eigi þyrfti að senda herlið til landsins Daða og almúganum til skaða og fordjörfunar. Erlendir styrktarmenn Biskup átti nú um fátt annað að velja en þreyta glímuna við kon- ungsvaldið, unz yfir lyki. Sumir halda því fram, að íslendingar hefðu getað varizt hersveitum konungs, ef þeir hefðu staðið saman og fylkt sér um Jón Arason. Landsmenn voru allvel vopnum búnir um þessar mundir, en þá skorti hernaðarlega þjálfun, og bændaherir stóðust mála- liðsmönnum jafnan illa snúning úti í álfunni, þótt bændur þar væru styrjaldarvanari en Islendingar. Sigurvonir virðast því hafa verið litl- ar frá upphafi, ef utanaðkomandi öfl kæmu íslendingum ekki til hjálp- ar. Talið er, að Jón hafi leitað sér aðstoðar erlendra fursta, en þær sögur eru vafasamar. Hann ritaði páfa 1548 og fékk svar með þýzkum stýrimanni, Úlfi Hanssyni og Lúðvíki nokkrum. Ekki finnst þeirra bréfaskipta getið í skjölum páfa, og gætu þau því verið fölsuð. Vel gæti verið, að þýzkir kaupmenn hafi hvatt Jón biskup til atgerða gegn kon- ungi og heitið honum styrk, þar eð Kristján III. var tekinn að amast alvarlega við verzlun þeirra og útgerð hér við land og hafði gert allmiklar eignir upptækar fyrir þeim. Einnig herma sagnir, að Jón hafi „tilskrifað keisaranum í Þýzkalandi að eignast landið og veita sér styrk því að halda með sömu trúarbrögð, hver bréf einn hollenzkur skyldi bera fram, en það hindraðist í Þýzkalandi, og urðu svo bréfin síðar uppvís“. Þessi bréf eru að öllu ókunn, en í skjali frá 1551 segir Krist-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.