Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 41
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 199 Þessi dómur stangast á við skýrslu Orms að því leyti, að í henni segir hann, að Daði hafi framið margfalt lögbrot með framkomu sinni á Sauðafelli. Vondslega hefur oss veröldin blekkt Þegar til Skálholts kom, reyndist enginn þeirra, sem gengizt höfðu undir að bívara þá feðga, treysta sér til þess. „Á jólum, þá erum vér á Hólum,“ er haft eftir biskupi, en sú von hans átti ekki eftir að rætast. Eftir nokkrar bollaleggingar kom fangavörðunum saman um, að öxin og jörðin geymdu þá bezt. Þegar þeir voru teknir voru rofin á þeim tvenn grið, og nú var þriðju griðrofunum bætt við. Þegar Jóni var til- kynnt þessi niðurstaða, er mælt, að hann hafi kveðið: Vondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Lánið hafði lengi virzt leika við Jón biskup. Hann eignaðist mann- vænleg börn, hlaut öll æðstu völd landsins um skeið, var dáður og virt- ur fyrir skáldskap sinn og skörungsskap, og frægð og ástsæld hafði fallið honum í skaut. Þetta lán, sem hafði elt hann, gerði hann ógætinn og jafnvel heimtufrekan. í síðustu vísu hans kennir næstum því gremju við veröldina, sem hafði blekkt hann. Við illa kristnir og trúlitlir menn 20. aldarinnar megum ekki gleyma því, að Jón Arason var kirkjunnar maður og barðist fyrst og fremst fyrir trú sína. Okkur finnst e. t. v. óhugsandi, að hann hafi haft nokkrar sigurvonir í átökum sínum við konungsvaldið og þá dönsku slekt, sem hann dreifði á flæðarflaustur, Ari kjaftshöggvaði og Hamborgarar ráku undan sér um Suðurnes. Jón hafði þæfzt meira og minna fyrir konungsvaldinu í 13 ár, en á þeim tíma höfðu margir voveiflegir hlutir gerzt, en hann einn hafði haldið sæmd sinni. Jóni biskupi Arasyni er því gefin ærin ástæða til þess að halda, að hann væri sérstakur ástmögur guðanna, en voru það tálsýnir einar? Var öll barátta hans fyrir trú og landsréttindum unnin fyrir gýg? Höfðu villumennirnir, kirkjuræningjarnir og griðníðinganir rétt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.