Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 41
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
199
Þessi dómur stangast á við skýrslu Orms að því leyti, að í henni
segir hann, að Daði hafi framið margfalt lögbrot með framkomu sinni
á Sauðafelli.
Vondslega hefur oss veröldin blekkt
Þegar til Skálholts kom, reyndist enginn þeirra, sem gengizt höfðu
undir að bívara þá feðga, treysta sér til þess. „Á jólum, þá erum vér á
Hólum,“ er haft eftir biskupi, en sú von hans átti ekki eftir að rætast.
Eftir nokkrar bollaleggingar kom fangavörðunum saman um, að öxin
og jörðin geymdu þá bezt. Þegar þeir voru teknir voru rofin á þeim
tvenn grið, og nú var þriðju griðrofunum bætt við. Þegar Jóni var til-
kynnt þessi niðurstaða, er mælt, að hann hafi kveðið:
Vondslega hefur oss veröldin blekkt,
vélað og tælt oss nógu frekt,
ef ég skal dæmdur af danskri slekt
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.
Lánið hafði lengi virzt leika við Jón biskup. Hann eignaðist mann-
vænleg börn, hlaut öll æðstu völd landsins um skeið, var dáður og virt-
ur fyrir skáldskap sinn og skörungsskap, og frægð og ástsæld hafði
fallið honum í skaut. Þetta lán, sem hafði elt hann, gerði hann ógætinn
og jafnvel heimtufrekan. í síðustu vísu hans kennir næstum því gremju
við veröldina, sem hafði blekkt hann. Við illa kristnir og trúlitlir menn
20. aldarinnar megum ekki gleyma því, að Jón Arason var kirkjunnar
maður og barðist fyrst og fremst fyrir trú sína. Okkur finnst e. t. v.
óhugsandi, að hann hafi haft nokkrar sigurvonir í átökum sínum við
konungsvaldið og þá dönsku slekt, sem hann dreifði á flæðarflaustur,
Ari kjaftshöggvaði og Hamborgarar ráku undan sér um Suðurnes. Jón
hafði þæfzt meira og minna fyrir konungsvaldinu í 13 ár, en á þeim
tíma höfðu margir voveiflegir hlutir gerzt, en hann einn hafði haldið
sæmd sinni. Jóni biskupi Arasyni er því gefin ærin ástæða til þess að
halda, að hann væri sérstakur ástmögur guðanna, en voru það tálsýnir
einar? Var öll barátta hans fyrir trú og landsréttindum unnin fyrir
gýg? Höfðu villumennirnir, kirkjuræningjarnir og griðníðinganir rétt