Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 43
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 201 og Jón Bjarnason reyndu að fá lögmennina til að útnefna dóm yfir þeim, en það reyndist ógerlegt, því að enginn vildi sitja í þeim dómi. Kristján samdi þá kæruskjal í 17 greinum á hendur Jóni biskupi og sonum hans og flutti mikla ræðu um ávirðingar þeirra og yfirtroðslur. Báðar þessar skýrslur hafa varðveitzt, en ástæðulaust er að rekja efni þeirra, því að Kristján þurfti ekki að gera minnstu tilraun til þess að sanna ákærur sínar.‘Hann ber t. a. m. á Jón og syni hans, að þeir hafi sagt, að „þeir hafi ekki með neinn danskan kóng að gera, hvert að eg veit ekki réttara fyrir guði en að það reiknist níðingsverk hið mesta að ráða svo land og þegna undan þeirra réttum kóngi og herra“. Og hann heldur áfram og segir: „Ef einn maður spyr annan, hver á þá jörð, þar liggur? Biskup Jón, biskup Jón. Hver á þá jörð, þar liggur? Ari Jóns- son, Ari Jónsson: Hver á þá jörð, þar liggur? Síra Björn Jónsson, og ekki annað. Hafa svo nær dregið allt hálft landið undir sig bæði fyrir kirkju og kóngi.“ Umboðsmönnum kóngs hefur sviðið sérlega sárt að geta ekki féflett landsmenn sökum ríkilætis þeirra feðga. Kristján segir einnig, að hann hafi viljað, að þeir væru dæmdir í Snóksdal fyrir landráð, en „hver sem einn skaut frá sér og til alþingis að vori komanda“. Slíka afstöðu manna til kónglegs majestatis getur Kristján ekki þolað, þar eð konungur hafði lýst þá friðlausa, en hver fornuftigur maður skildi, að þeir yrðu ekki teknir mannslagslaust, ef þeir slyppu lausir. „Og sannlega fyrir minn part þá trúi ég, að ef biskup Jón og hans synir lifa, þá verður aldrei friður í íslandi.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn, að umboðsmaður konungs á bágt með að skilja það réttarfar íslendinga, að sniðganga tilskipanir konungs og telja alþingi hafa æðstu völd í öllum mikilvægum málum. Loðinn lepp- ur hneykslast forðum á því, að búkarlar gerðu sig svo digra, að þeir hugðust skipa lögum, þar sem konungur einn ætti að ráða. En Loðinn varð að beygja sig fyrir búkörlunum, og síðar urðu stjórnendur ríkis- ins að viðurkenna þá staðreynd, að alþingi var svo samgróið íslenzku þjóðfélagi, að ógjörningur var að stjórna þjóðinni nema í samvinnu við þá stofnun. Þjóðarsaga íslendinga og saga alþingis eru nátengdar, því að þjóðin skóp alþingi og alþingi skóp þjóðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.