Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 44
202
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Sjöundi nóvember 1550
Fáir menn hafa verið jafnhræddir við bandingja sína og fangaverð-
irnir í Skálholti haustið 1550. Þegar Kristján hafði lokið lestri sínum
sjötta dag nóv., var þeim feðgum tilkynnt, hvað í vændum var. Prestar
vöktu hjá þeim aðfaranótt þess sjöunda nóv., en öllu staðarfólkinu var
skipað að vera á bæn. Þeir Jón og Ari urðu mjög karlmannlega við
dauða sínum, og er sagt, að þeim hafi báðum verið boðið líf, ef þeir
hétu að hyggja ekki á hefndir, en þeir kusu báðir dauðann frekar en
það að lifa við smán eða gerast eiðrofar. „Nauðugur gekk eg til þessa
leiks, en nú skal eg viljugur ganga út“ er haft eftir Ara, þegar hann var
leiddur til aftökustaðarins. Björn var tekinn næstur og barst lítt af.
Hann var illa högginn, sárbændi um líf og kveinaði: „Æ og æ, börnin
mín bæði ung og mörg.“
Jón biskup Arason var leiddur út síðastur. Allmikill mannfjöldi hafði
safnazt saman við aftökustaðinn, og sá Jón þar norðlenzkan kunningja
sinn. Biskup mælti til hans: „Fyrst eg skal nú bjóða góða nótt þessari
veröldu, en kanna aðra með öðrum helgum mönnum, þá ber þú norður
kveðju mína vinum mínum og vandamönnum, einkanlega síra Sigurði,
dóttur minni, og Þórunni, syni mínum.“ Síðan blessaði hann fólkið, en
menn féllu á kné. Hann signdi sig og kraup við höggstokkinn, „og í
þriðja öxarslagi sagði hann: „In manus tuas, domine, commendo
spiritum meum,“ og heyrðu menn hann síðast það tala, en í sjöunda
höggi tók af.“ Þannig lét þessi maður líf sitt með arfhelg andlátsorð
kristninnar á vörunum: Faðir í þínar hendur fel eg anda minn, en
óskir um hefndir í huganum.
Kristján skrifari hafði ritað Daða, að skamma stund yrði hönd höggi
fegin, og reyndist það orð að sönnu. Að áliðnum vetri tóku sig upp
nokkrir norðlenzkir vermenn og gerðu atför að Dönum á Suðurnesj-
um. Voru allir Danir drepnir, sem til náðist, þar á meðal Kristján
skrifari.
Þegar afdrif þeirra feðga spurðust norður, fluttist Sigurður Jónsson
til Hóla og tók við staðarforráðum með móður sinni. Um vorið sendu
þau sveit manna suður í Skálholt, og flutti hún líkami þeirra norður
með leyfi Marteins biskups. Varð sú ferð allfræg, því að fólk áleit Jón
Arason og syni hans píslarvotta og helga menn, og gerðust ýmis krafta-