Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 44
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sjöundi nóvember 1550 Fáir menn hafa verið jafnhræddir við bandingja sína og fangaverð- irnir í Skálholti haustið 1550. Þegar Kristján hafði lokið lestri sínum sjötta dag nóv., var þeim feðgum tilkynnt, hvað í vændum var. Prestar vöktu hjá þeim aðfaranótt þess sjöunda nóv., en öllu staðarfólkinu var skipað að vera á bæn. Þeir Jón og Ari urðu mjög karlmannlega við dauða sínum, og er sagt, að þeim hafi báðum verið boðið líf, ef þeir hétu að hyggja ekki á hefndir, en þeir kusu báðir dauðann frekar en það að lifa við smán eða gerast eiðrofar. „Nauðugur gekk eg til þessa leiks, en nú skal eg viljugur ganga út“ er haft eftir Ara, þegar hann var leiddur til aftökustaðarins. Björn var tekinn næstur og barst lítt af. Hann var illa högginn, sárbændi um líf og kveinaði: „Æ og æ, börnin mín bæði ung og mörg.“ Jón biskup Arason var leiddur út síðastur. Allmikill mannfjöldi hafði safnazt saman við aftökustaðinn, og sá Jón þar norðlenzkan kunningja sinn. Biskup mælti til hans: „Fyrst eg skal nú bjóða góða nótt þessari veröldu, en kanna aðra með öðrum helgum mönnum, þá ber þú norður kveðju mína vinum mínum og vandamönnum, einkanlega síra Sigurði, dóttur minni, og Þórunni, syni mínum.“ Síðan blessaði hann fólkið, en menn féllu á kné. Hann signdi sig og kraup við höggstokkinn, „og í þriðja öxarslagi sagði hann: „In manus tuas, domine, commendo spiritum meum,“ og heyrðu menn hann síðast það tala, en í sjöunda höggi tók af.“ Þannig lét þessi maður líf sitt með arfhelg andlátsorð kristninnar á vörunum: Faðir í þínar hendur fel eg anda minn, en óskir um hefndir í huganum. Kristján skrifari hafði ritað Daða, að skamma stund yrði hönd höggi fegin, og reyndist það orð að sönnu. Að áliðnum vetri tóku sig upp nokkrir norðlenzkir vermenn og gerðu atför að Dönum á Suðurnesj- um. Voru allir Danir drepnir, sem til náðist, þar á meðal Kristján skrifari. Þegar afdrif þeirra feðga spurðust norður, fluttist Sigurður Jónsson til Hóla og tók við staðarforráðum með móður sinni. Um vorið sendu þau sveit manna suður í Skálholt, og flutti hún líkami þeirra norður með leyfi Marteins biskups. Varð sú ferð allfræg, því að fólk áleit Jón Arason og syni hans píslarvotta og helga menn, og gerðust ýmis krafta-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.