Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 47
BISKUPSKVEÐJUR 1550
205
FANGAR FLUTTIR UM BORGARFJORÐ
BrugSið er Borgarfirði,
bliknað er litskrúð hausts,
feigð býr í fjallsvip hverjum,
fennir um rifur nausts.
Hótt flýgur hrafn yfir skóga.
Hérna ber hann yfir skóginn,
og hjótrú að Daða slær,
sekt smýgur sál og geigur.
Þú, sendill Yggs, ert mér kær.1
Ef Þverár þykk væri mörkin,
á þjóð minni ekkert lát,
næði oss á næsta leiti
norðlenzkra fyrirsát.
En Þverárhlíð myrkviðu þrýtur,
þjóð mín á sama veg aum,
frón vort að ólandi orðið.
Enga veit hjálp nema draum.
Hátt flýgur hrafn yfir skóga.
Haustkrapa drífa og hrælog
hjálpuðu biskupi þeim.
sem alþýðan frelsaði fanginn
og fór með í kot sín heim.2
Leiðbeinið, hrælog og hrafnar,
hjátrú má vinna gagn.
En stærri er sannleiks styrkur,
studdur við alþýðu magn.
Búkarlar brezkir í fyrra
brutu af siðskipta ok,
þý skelfir Játvarð og jarla.3
Jörð fæðist ný undir lok.
Hátt flýgur hrafn yfir skóga.
1) Hrafnar fylgdu Óðni og fóru sendiferðir fyrir hann, stundum til þess að kjósa
feigð á menn, sem felldir skyldu vopnum, og þaðan spratt sú hjátrú, sem enn
mun lifa, að hrafnar sjái feigð fyrir, einkum voveiflegan dauðdaga, og kunni
að benda til þess með háttemi sínu. Óðinn hét Yggur öðru nafni, þ. e. sá, sem
vekur ugg manna, en stundum Yggjungur, þ. e. sá, sem uggir, grunar, sbr.
kvœðislokin. En þar á yggjungur mest við biskup sjálfan.
2) Guðmundur Hólabiskup var fangi Amórs Tumasonar sumarið 1219 og skyldi
flytjast nauðugur utan á skipi úr Hvítárósi, beið þar í varðhaldi. Vestfirzkur
bóndi, Eyjólfur Kársson, hafði forystu um að ræna biskupi úr haldinu. Það
tókst í foraðsveðri, og flýðu þeir vestur. Það þótti tákn æðri handleiðslu, hve
vel þeim gekk um ófærur Mýra í þeirri úrkomu. „Þeir fengu hvergi blautt um
Valbjamarvöllu, en hrælog brannu af spjótum þeirra," er nótt var dimm, „svo
að lýsti af.“
3) Heift brezkra leiguliða á dögum Játvarðs 6. gegn siðskiptum og þeim yfirgangi
er fjármargir aðalsmenn breyttu ökrum þeirra í haglendi og hröktu bændalýð-
inn á vergang, brauzt út í skæðum uppreisnum 1549, og veitti ríkisstjórum
konungs örðugt að bæla þær, þótt loksins tækist.