Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 47
BISKUPSKVEÐJUR 1550 205 FANGAR FLUTTIR UM BORGARFJORÐ BrugSið er Borgarfirði, bliknað er litskrúð hausts, feigð býr í fjallsvip hverjum, fennir um rifur nausts. Hótt flýgur hrafn yfir skóga. Hérna ber hann yfir skóginn, og hjótrú að Daða slær, sekt smýgur sál og geigur. Þú, sendill Yggs, ert mér kær.1 Ef Þverár þykk væri mörkin, á þjóð minni ekkert lát, næði oss á næsta leiti norðlenzkra fyrirsát. En Þverárhlíð myrkviðu þrýtur, þjóð mín á sama veg aum, frón vort að ólandi orðið. Enga veit hjálp nema draum. Hátt flýgur hrafn yfir skóga. Haustkrapa drífa og hrælog hjálpuðu biskupi þeim. sem alþýðan frelsaði fanginn og fór með í kot sín heim.2 Leiðbeinið, hrælog og hrafnar, hjátrú má vinna gagn. En stærri er sannleiks styrkur, studdur við alþýðu magn. Búkarlar brezkir í fyrra brutu af siðskipta ok, þý skelfir Játvarð og jarla.3 Jörð fæðist ný undir lok. Hátt flýgur hrafn yfir skóga. 1) Hrafnar fylgdu Óðni og fóru sendiferðir fyrir hann, stundum til þess að kjósa feigð á menn, sem felldir skyldu vopnum, og þaðan spratt sú hjátrú, sem enn mun lifa, að hrafnar sjái feigð fyrir, einkum voveiflegan dauðdaga, og kunni að benda til þess með háttemi sínu. Óðinn hét Yggur öðru nafni, þ. e. sá, sem vekur ugg manna, en stundum Yggjungur, þ. e. sá, sem uggir, grunar, sbr. kvœðislokin. En þar á yggjungur mest við biskup sjálfan. 2) Guðmundur Hólabiskup var fangi Amórs Tumasonar sumarið 1219 og skyldi flytjast nauðugur utan á skipi úr Hvítárósi, beið þar í varðhaldi. Vestfirzkur bóndi, Eyjólfur Kársson, hafði forystu um að ræna biskupi úr haldinu. Það tókst í foraðsveðri, og flýðu þeir vestur. Það þótti tákn æðri handleiðslu, hve vel þeim gekk um ófærur Mýra í þeirri úrkomu. „Þeir fengu hvergi blautt um Valbjamarvöllu, en hrælog brannu af spjótum þeirra," er nótt var dimm, „svo að lýsti af.“ 3) Heift brezkra leiguliða á dögum Játvarðs 6. gegn siðskiptum og þeim yfirgangi er fjármargir aðalsmenn breyttu ökrum þeirra í haglendi og hröktu bændalýð- inn á vergang, brauzt út í skæðum uppreisnum 1549, og veitti ríkisstjórum konungs örðugt að bæla þær, þótt loksins tækist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.