Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 56
214
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Jæja Kolur minn, segi ég og slæ út í aðra sálma, þú ert nú orðinn svo
roskinn og alvörugefinn, að vel mætti halda að þú renndir grun í
leikslok okkar allra, mín og þín, stjórnmálamanna og páfagauka, hers-
höfðingja með logagylltar orður og marglitra skorkvikinda sem drepa
afkvæmi sín þegar svo ber undir. En einu sinni varstu ungur og kátur
og hagaðir þér rétt eins og hvolpurinn sem ég var að ávíta, sentist um
allar trissur og réðst ekki við þig fyrir galsa. Eg man til dæmis, að
þegar ég sótti húsbónda þinn heim fyrir níu árum, þá lékstu þér að
því að hoppa í loft upp hérna á túninu og gerðir hundrað árangurs-
lausar tilraunir til að gleypa vorfiðrildi. Fyrir níu árum — æjá, tíminn
líður, eða réttara sagt ævin. Fyrir níu árum las ég ekki ótilneyddur
bækur eftir bölsýnishöfunda, en hvað hef ég fyrir stafni í dag? Hvernig
ætla ég að fara með persónurnar í þessu sögukorni sem ég er að
semja, vænsta pilt og laglegustu stúlku? Er ég ekki staðráðinn í að
sálga piltinum eftir margvíslegar hörmungar og svifta stúlkuna viti og
yndisþokka? Við lifum sem sé á tuttugustu öld Kolur minn, öfugmæla-
öld, kjarnorkusprengjuöld, öld miskunnarleysis og dauða.
Lengra er ég ekki kominn í hugleiðingum mínum þegar hvolpurinn
birtist við hornið á sumarbústaðnum. Hann er ofsakátur, gengur stund-
um urrandi afturábak, en stundum áfram, rekur upp smábofs annað veif-
ið og þykist hafa orðið heldur en ekki fengsæll. Hann dregur á eftir sér
gráan poka.
Ég sprett á fætur. Að þú skulir ekki skammast þín! segi ég. Það væri
réttast að ég lumbraði á þér! Hver leyfði þér að fara inn í skúrinn og
taka pokann þann arna, sem ég breiddi ofan á veiðistöngina mína til
þess að hún truflaði mig síður við örðugar skriftir? Var ég ekki að
enda við að biðja þig að vera prúður og stilltur?
Að svo mæltu slít ég af honum pokann og vingsa honum ógnandi yfir
hausnum á honum, en hvolpanginn verður svo hræddur að hann leggst
á hrygginn, baðar öllum öngum og sleikir út um í sífellu eins og hann
sé að biðjast vægðar. Það fær á mig að sjá hvað hann er skelkaður,
þessi saklausi og gáskafulli lítilmagni, eitthvað bráðnar í mér innvortis,
ég lýt niður að honum og bið hann afsökunar. Vertu ekki svona ótta-
sleginn, segi ég hátíðlegur í bragði, ég ætlaði alls ekki að berja þig,
ég var ekki vitund reiður.
Síðan fer ég með pokann inn í skúrinn, breiði hann kirfilega yfir