Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 56
214 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jæja Kolur minn, segi ég og slæ út í aðra sálma, þú ert nú orðinn svo roskinn og alvörugefinn, að vel mætti halda að þú renndir grun í leikslok okkar allra, mín og þín, stjórnmálamanna og páfagauka, hers- höfðingja með logagylltar orður og marglitra skorkvikinda sem drepa afkvæmi sín þegar svo ber undir. En einu sinni varstu ungur og kátur og hagaðir þér rétt eins og hvolpurinn sem ég var að ávíta, sentist um allar trissur og réðst ekki við þig fyrir galsa. Eg man til dæmis, að þegar ég sótti húsbónda þinn heim fyrir níu árum, þá lékstu þér að því að hoppa í loft upp hérna á túninu og gerðir hundrað árangurs- lausar tilraunir til að gleypa vorfiðrildi. Fyrir níu árum — æjá, tíminn líður, eða réttara sagt ævin. Fyrir níu árum las ég ekki ótilneyddur bækur eftir bölsýnishöfunda, en hvað hef ég fyrir stafni í dag? Hvernig ætla ég að fara með persónurnar í þessu sögukorni sem ég er að semja, vænsta pilt og laglegustu stúlku? Er ég ekki staðráðinn í að sálga piltinum eftir margvíslegar hörmungar og svifta stúlkuna viti og yndisþokka? Við lifum sem sé á tuttugustu öld Kolur minn, öfugmæla- öld, kjarnorkusprengjuöld, öld miskunnarleysis og dauða. Lengra er ég ekki kominn í hugleiðingum mínum þegar hvolpurinn birtist við hornið á sumarbústaðnum. Hann er ofsakátur, gengur stund- um urrandi afturábak, en stundum áfram, rekur upp smábofs annað veif- ið og þykist hafa orðið heldur en ekki fengsæll. Hann dregur á eftir sér gráan poka. Ég sprett á fætur. Að þú skulir ekki skammast þín! segi ég. Það væri réttast að ég lumbraði á þér! Hver leyfði þér að fara inn í skúrinn og taka pokann þann arna, sem ég breiddi ofan á veiðistöngina mína til þess að hún truflaði mig síður við örðugar skriftir? Var ég ekki að enda við að biðja þig að vera prúður og stilltur? Að svo mæltu slít ég af honum pokann og vingsa honum ógnandi yfir hausnum á honum, en hvolpanginn verður svo hræddur að hann leggst á hrygginn, baðar öllum öngum og sleikir út um í sífellu eins og hann sé að biðjast vægðar. Það fær á mig að sjá hvað hann er skelkaður, þessi saklausi og gáskafulli lítilmagni, eitthvað bráðnar í mér innvortis, ég lýt niður að honum og bið hann afsökunar. Vertu ekki svona ótta- sleginn, segi ég hátíðlegur í bragði, ég ætlaði alls ekki að berja þig, ég var ekki vitund reiður. Síðan fer ég með pokann inn í skúrinn, breiði hann kirfilega yfir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.