Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 58
216
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
menn eins og lærisveinarnir forðum, bjóSa mér tóbak í pípu og sýna
mér veiSarfæri sín. Einn segir: Ég fékk urriSann á spón, hina veiddi
ég á fluguna þá arna. Annar segir: Ég missti þennan líka litla dólpung,
ég var búinn aS draga hann aS borSstokknum þegar hann losnaSi. Sá
þriSji kann ekki aS kasta flugu og hefur ekki heldur misst neinn stór-
fisk, — aftur á móti skvetti sér einhver furSulegur bolti rétt viS bát-
inn hans, þaS var eins og steini væri kastaS, ég hrökk viS, segir hann
og tekst allur á loft, hann hefur áreiSanlega veriS tuttugu pund!
Þegar ég kveS þá og geng heimleiSis er ég mjög tekinn aS hallast
aS þeirri skoSun, aS þaS mundi ekki á neinn hátt standa ritstörfum
mínum fyrir þrifum, þó aS ég léti þaS eftir mér aS dorga öSruhverju
þessa fáu daga sem ég verS hér í sumarbústaSnum.
2
Morguninn eftir fer ég snemma á fætur og hita mér tevatn. ÞaS er
stillilogn og skafheiSur himinn, sólskiniS flæSir inn um gluggann, han-
inn galar í sífellu. Aldrei er suSan eins lengi aS koma upp í katlinum
og á morgnana. Ég fer aS velta fyrir mér tveimur orSum meSan ég híS
þess aS vatniS hitni: Vandamál nútímans — hef ég ekki falliS í þá
freistni aS einblína á afleiSingar, en gleyma orsökum? Allskonar bögu-
bósar og loddarar eru sýknt og heilagt aS staglast á vandamálum nú-
tímans, lítandi upp til hæSa meS spekingssvip og gasprandi um vonzku
og spillingu mannkynsins. Jafnvel auSkýfingarnir, sem hafa tvívegis á
þessari öld sprengt undan okkur þann lífsgrundvöll sem viS stóSum á,
flytja nú langar og grimmilegar ræSur um vandamál nútímans, trúleysi
fólksins, siSleysi þess og virSingarleysi fyrir fornum dyggSum, — ætli
viS neySumst ekki til aS kasta á ykkur sprengju í þriSja sinn, margfalt
öflugri en áSur, gereySingarsprengju úrþvættin ykkar, svo aS bankar
og kauphallir megi dafna í friSi. Og þúsundir meykerlinga taka undir
og fjasa grátklökkar um æskulýS á villigötum. Og slóttugir gáfumenn
sjá sér leik á borSi aS hagnast á angist okkar og bölsýni meSan viS
erum enn á lífi. Einu sinni bjó í Kaupmannahöfn sérlyndur einstæS-
ingur, Sören Kierkegaard aS nafni. Hann glímdi viS sjálfan sig og
heiminn, GuS og Hegel, skrifaSi undarlegar bækur og dó. SíSan segja
danir: Det var Sörens! í París býr rithöfundur nokkur sem drekkur
heitt rauSvín á vetrarkvöldum og semur sögur og leikrit um vandamál