Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 59
HVOLPUR 217 nútímans, skækjur, portlífismenn, kynvillinga, þjófa, lygara og smá- morðingja: Hér sjáið þið mannkynið góðir hálsar, — og þú verkalýð- ur, sem reynir að bera hönd fyrir höfuð þér þegar kurteisir og mennt- aðir vopnasmiðjueigendur vilja græða ögn á því að kúga þig eða drepa, þú ert ekki hótinu betri en þeir, nei verri, það eru flekkaðar á þér lúkurnar! Komið til mín, ég skal kenna ykkur að lifa, því að ég er ekki aðeins rithöfundur, heldur einnig heimspekingur. Ég hef til dæm- is fært mér í nyt nokkrar gamlar skruddur eftir hann Sören heitinn Kierkegaard og fundið upp nýtt meðal, tiltölulega ódýrt. það ælti ekki að vera ofviða kaupgetu ykkar: Existentíalismi — allra meina elixír. Já, maðurinn er orðinn stórfrægur fyrir þennan boðskap, nafn hans er nefnt með lotningu í virðulegum samkvæmum báðumegin Atlants- hafs. Það er munur eða fornkunningi minn einn í Reykjavik, sem hef- ur þó árum saman haldið fram þeirri ágætu kenningu, að ekkert geti bjargað mannkyninu frá glötun nema andatrú og kreósótdrykkja. Ég skondra tebollanum upp á borðið, slekk á olíuvélinni, geng út og kveiki mér í pípu. Sóleyjar og fíflar glóa við mér eins og ótöluleg stjörnumergð, það rýkur á bænum, kýrnar koma út úr fjósinu og lítill drengur rekur þær út í haga, en hvolpurinn trítlar á eftir honum og hoppar stundum í loft upp, af því að honum þykir svo skemmtilegt að lifa. Ég tylli mér á þúfu í brekkunni fyrir ofan sumarbústaðinn, totta pípu mína og hlusta ann- arshugar á hanann, sem galar með feikilegum rembingi, eins og þetta blíðviðri sé honum að þakka. Reyndar er þegar farið að bóla á ský- bólstrum í suðri, hvítum og gljúpum, ef til vill má búast við dynjandi hitaskúr eftir hádegi, en varla langri úrkomu, því að fjöllin eru ekki dimmblá, heldur Ijósblá, og í gærkvöldi var rauður þerribjarmi á öllum hnjúkum. Stundarfjórðungur líður, bráðum verð ég að fara að vinna. Það bögglast fyrir mér jafnt og þétt hvernig ég geti bezt lýst hugarkvöl- um piltsins og stúlkunnar í þessu sögukorni sem treður mig eins og mara; og áður en ég hef fundið nokkra viðunandi lausn kemur hvolp- urinn til mín sprengmóður með tunguna lafandi út úr sér, rekur í mig trýnið heldur en ekki kompánlega, veltir sér fyrir framan mig og skríð- ur á kviðnum. Síðan fer hann að glefsa í grængresið, fremur af rælni en lyst, kjamsar á því eins og einhverju góðgæti og lygnir aftur aug- unum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.