Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 59
HVOLPUR
217
nútímans, skækjur, portlífismenn, kynvillinga, þjófa, lygara og smá-
morðingja: Hér sjáið þið mannkynið góðir hálsar, — og þú verkalýð-
ur, sem reynir að bera hönd fyrir höfuð þér þegar kurteisir og mennt-
aðir vopnasmiðjueigendur vilja græða ögn á því að kúga þig eða
drepa, þú ert ekki hótinu betri en þeir, nei verri, það eru flekkaðar á
þér lúkurnar! Komið til mín, ég skal kenna ykkur að lifa, því að ég er
ekki aðeins rithöfundur, heldur einnig heimspekingur. Ég hef til dæm-
is fært mér í nyt nokkrar gamlar skruddur eftir hann Sören heitinn
Kierkegaard og fundið upp nýtt meðal, tiltölulega ódýrt. það ælti ekki
að vera ofviða kaupgetu ykkar: Existentíalismi — allra meina elixír.
Já, maðurinn er orðinn stórfrægur fyrir þennan boðskap, nafn hans
er nefnt með lotningu í virðulegum samkvæmum báðumegin Atlants-
hafs. Það er munur eða fornkunningi minn einn í Reykjavik, sem hef-
ur þó árum saman haldið fram þeirri ágætu kenningu, að ekkert geti
bjargað mannkyninu frá glötun nema andatrú og kreósótdrykkja. Ég
skondra tebollanum upp á borðið, slekk á olíuvélinni, geng út og kveiki
mér í pípu.
Sóleyjar og fíflar glóa við mér eins og ótöluleg stjörnumergð, það
rýkur á bænum, kýrnar koma út úr fjósinu og lítill drengur rekur þær
út í haga, en hvolpurinn trítlar á eftir honum og hoppar stundum í loft
upp, af því að honum þykir svo skemmtilegt að lifa. Ég tylli mér á þúfu
í brekkunni fyrir ofan sumarbústaðinn, totta pípu mína og hlusta ann-
arshugar á hanann, sem galar með feikilegum rembingi, eins og þetta
blíðviðri sé honum að þakka. Reyndar er þegar farið að bóla á ský-
bólstrum í suðri, hvítum og gljúpum, ef til vill má búast við dynjandi
hitaskúr eftir hádegi, en varla langri úrkomu, því að fjöllin eru ekki
dimmblá, heldur Ijósblá, og í gærkvöldi var rauður þerribjarmi á öllum
hnjúkum. Stundarfjórðungur líður, bráðum verð ég að fara að vinna.
Það bögglast fyrir mér jafnt og þétt hvernig ég geti bezt lýst hugarkvöl-
um piltsins og stúlkunnar í þessu sögukorni sem treður mig eins og
mara; og áður en ég hef fundið nokkra viðunandi lausn kemur hvolp-
urinn til mín sprengmóður með tunguna lafandi út úr sér, rekur í mig
trýnið heldur en ekki kompánlega, veltir sér fyrir framan mig og skríð-
ur á kviðnum. Síðan fer hann að glefsa í grængresið, fremur af rælni
en lyst, kjamsar á því eins og einhverju góðgæti og lygnir aftur aug-
unum.