Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 61
HVOLPUR 219 ur ekki að sér hæða. Líttu á þennan grágrýtismola, segi ég þegar við erum komnir upp á melhrygg vestan við hrekkuna, — ef ég sting hon- um upp í túlann á þér, þá reynirðu kannski að japla á honum stundar- korn að gamni þínu, en leggur hann síðan frá þér eins og hvert annað óæti. Kirtlarnir uppi í þér munu ekki spýta úr sér neinni slefu, í mesta lagi tveimur eða þremur dropum. En láti ég hinsvegar upp í þig sama efni mulið, það er að segja sand, þá er öðru máli að gegna kæri vinur, þá flóir slefa úr kirtlunum jafnt og þétt, unz þú hefur losnað við síð- ustu sandkornin. Nú geturðu gengið úr skugga um hvort ég hef ekki á réttu að standa, og þvínæst skal ég skýra fyrir þér þessi ólíku við- brögð og gera á þér aðra tilraun sýnu merkilegri. En hvolpurinn kærir sig kollóttan um tilraunir mínar og hefur engan áhuga á viðbragðsfræðum. Ég er ekki fyrr búinn að stinga upp í hann steinvölunni en hann tekur til fótanna og hleypur frá mér drjúgan spöl, lítur síðan við eins og hann sé að skora á mig að elta sig, gjammar stríðnislega og missir um leið út úr sér steininn, hrifsar hann aftur í kjaftinn, horfir á mig kankvís og hróðugur og dillar rófunni allt hvað aftekur. Það fer á sömu leið og í gær, eitthvað þiðnar í mér innvortis, ég gleymi því að ég er kominn yfir þrítugt, elti hvolpangann eins og drenghnokki, hleyp upp og ofan brekkuna, læt eins og mér sé feikilegt kappsmál að ná út úr honum steinvölunni og rek jafnvel upp bofs til að skemmta honum sem bezt. Þegar ég er hættur þessum ólátum og búinn að taka mér penna í hönd, bregður svo við að mér verður undarlega bjart fyrir hugskots- sjónum, ég horfi á sögupersónur mínar, piltinn og stúlkuna, heyri þau tala, get næstum því þreifað á þeim. Þokan sem huldi þau í gær, eins og reyndar allajafna áður, hún er snögglega horfin, óvæntur geðblær hefur feykt henni burt. Loksins get ég hlustað á þau og virt þau fyrir mér, en ýmislegt í fari þeirra kemur mér mjög á óvart. Sannast að segja eru þau svo ólík þeirri mynd sem ég hef þegar dregið upp, að ég sé þann kost vænstan að fleygja örkunum út í skot og byrja á nýjan leik. Einhvernveginn sýnist mér á þeim báðum, að þau muni ekki sætta sig við fyrirætlanir mínar, pilturinn virðist frábitinn hengingu og stúlkan reiðubúin að bjóða hverskonar hugarvíli og þrengingum birginn. Gott og vel. Það er ekki nema sanngjarnt að þau fái að ráða nokkru um at- burðarás sögunnar. Ég fyllist kynlegri eftirvæntingu og fer að skrifa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.