Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 62
220 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Um nónbil sé ég þau ekki lengur, en finn samt á mér að þau eru á næstu grösum og muni birtast mér aftur, ef ekki í kvöld, þá í fyrramál- ið. Eg slíðra pennann og gái til veðurs. Það er lognmolla, þungskýjað- ur himinn og regn í vændum, dynjandi hitaskúr, eins og ég þóttist sjá fyrir í morgun. Þegar fyrstu droparnir falla til jarðar hættir haninn að gala og forðar sér inn í kofann, en hænurnar hlaupa á eftir honum eins og ósjálfstæðar konur. Síðan fossar regnið úr skýjunum blátt og nið- andi, sólmánaðarregn, jónsmessuregn, hrafnaklukkan drúpir, jörðin teygar þennan blessaða svaladrykk himinsins, jafnvel grjótið í tún- garðinum fagnar. Eftir klukkustund er skúrin farin hjá, eða öllu heldur hvolfan: það glaðnar í norðri, hægur andvari líður yfir túnið, sóleyjar og fíflar skína. Ég minnist þess allt í einu, að kvöld eitt fyrir þremur árum varð ég óvenju fengsæll í svipuðu veðri og núna, veiddi allmargar bleikjur á flugu, þar sem hrauntangi gengur fram í vatnið, og tvo eða þrjá urr- iða á spón. Flugan var lítil og módröfnótt eins og holtafiðrildi, spónn- inn silfurbjartur með rauðri rönd. Mér þætti gaman að vita hvort ég á hana enn, þessa happaflugu, eða týndi ég henni kannski í fyrra? segi ég hálfhátt við sjálfan mig, sprett á fætur og fer að leita að flugna- hylkinu, sem ég faldi fyrir mér í gær. Og það er naumast einleikið hvað ég er fundvís, ég held á hylkinu í næsta vetfangi ásamt hjóli og línu, girni og spónum. Síðan sezt ég við opinn gluggann og er rétt byrj- aður að skoða veiðarfæri mín og skafa ryðbletti af önglum, þegar haninn kemur út úr kofanum og galar með þvílíku drembilæti, að ég hrekk við og bið hann aldrei þrífast. Hænurnar þyrpast að honum og góna á hann bljúgar og hrifnar, þar sem hann hreykir sér á öðrum fæti og rekur upp óskapleg hljóð, eins og hann vilji koma þeim í skilning um, að það sé fyrir hans atbeina að sólin er aftur farin að ljóma á bláum himni. Þrír hálfstálpaðir ungar híma álengdar og hlusta rotinpúruleg- ir á þennan fagnaðarboðskap húsbóndans. Vel á minnzt: ég hef víst látið undir höfuð leggjast að segja frá heimilislífi hanans og ríki hans, nýlegum hænsnakofa sem stendur hjá fjárhúsi ofarlega á túninu, grár fyrir bárujárni og svartur fyrir tjöru- pappa. Frá því að kofinn var reistur þarna, sennilega til þess að hænsn- in fremdu síður spellvirki í kálgarðinum framan við bæinn, hef ég orð- ið margs vísari um hegðun hanans og innræti þegar ég hef verið hér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.