Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 63
HVOLPUR
221
á sumrin. Þetta er miðaldra hani ættaður að vestan, bringubreiður og
stélmikill, með ferlegan kamb og langan sepa. Fyrst í stað henti ég
gaman að steigurlæti hans og hégómaskap, en brátt fór ég að veita
ýmsu athygli sem mér hugnaðist miðlungi vel. Eg hef til dæmis komizt
á snoðir um, að hann er grimmur í eðli og mesti harðstjóri á heimili
sínu, þó að hann þykist vera öldungis óviðjafnanlegur lýðræðisbóndi.
Hann lætur sér ekki nægja að vegsama einn fríðleik sinn og atgervi,
gáfur sínar og stjórnvizku, heldur verða hænurnar að taka undir og
jafnvel veslings ungarnir. Ef honum þykir á skorta hrifningu þeirra
og stimamýkt, þá tryllist hann gersamlega, ranghvolfir í sér augunum,
skekur kambinn og hristir sepann eins og hann sé að ógna þeim með
kjarnorkusprengju. Síðan rekur hann upp ægilegt heróp og svalar geði
sínu á táplausu hænutetri eða gelgjulegum unga, lemur, bítur og klór-
ar, svo að fiðrið rýkur í allar áttir. Og hænurnar nötra af skelfingu og
þora ekki annað en gagga hósíanna! hósíanna! meðan á þessari þokka-
legu athöfn stendur.
Sú er önnur náttúra hanans að látast vera iðjusamur, en gera ekki
neitt og hafa samt lag á því að standa ætíð á blístri. Þegar hænugreyin
eru búnar að krafsa upp mold með mikilli elju og þolgæði, og ætla að
fara að gæða sér eða ungunum á einhverju lostæti, þá kemur hann ask-
vaðandi, bolar þeim frá og étur sjálfur uppskeru erfiðis þeirra. Stund-
um ber þó við að hann tekur að róta eitthvað aftur undan sér með
löppunum, galar síðan hástöfum og fettir sig allan, býður þegnum sín-
um til veizlu með geysilegu yfirlæti, eins og hann, þessi frægi lýðræðis-
bóndi, vilji nú auglýsa gæzku sína og rausn á eftirminnilegan hátt. Og
hænur og ungar koma þjótandi og búast við dýrlegum kræsingum, en
sjá harla lítið ætilegt og finna varla nokkurt korn til að tína í svang-
inn. Öngvu að síður læzt öll fjölskyldan vera stórhrifin, ungarnir glápa
fjálgir á tærnar á sér og kyngja lofti, og hænurnar gagga mikið um
höfðingsskap og brjóstgæði lýðræðisbóndans, unz þær tifa hurt með
djúpum hneigingum og hefja brauðstrit sitt að nýju. Mér er sagt að
þessi aðferð hanans heiti efnahagssamvinna á nútíðarmáli.
Þarna stendur hann nú á öðrum fæti og er hættur að gala, kinkar
einungis kolli þegar hænur og ungar róma síðasta afrek hans, að hafa
hrakið burt þessa úrhellisrigningu og skipað sólinni að skína. Það er
auðséð á stélinu á honum, að hann er að leggja eitthvað niður fyrir