Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 63
HVOLPUR 221 á sumrin. Þetta er miðaldra hani ættaður að vestan, bringubreiður og stélmikill, með ferlegan kamb og langan sepa. Fyrst í stað henti ég gaman að steigurlæti hans og hégómaskap, en brátt fór ég að veita ýmsu athygli sem mér hugnaðist miðlungi vel. Eg hef til dæmis komizt á snoðir um, að hann er grimmur í eðli og mesti harðstjóri á heimili sínu, þó að hann þykist vera öldungis óviðjafnanlegur lýðræðisbóndi. Hann lætur sér ekki nægja að vegsama einn fríðleik sinn og atgervi, gáfur sínar og stjórnvizku, heldur verða hænurnar að taka undir og jafnvel veslings ungarnir. Ef honum þykir á skorta hrifningu þeirra og stimamýkt, þá tryllist hann gersamlega, ranghvolfir í sér augunum, skekur kambinn og hristir sepann eins og hann sé að ógna þeim með kjarnorkusprengju. Síðan rekur hann upp ægilegt heróp og svalar geði sínu á táplausu hænutetri eða gelgjulegum unga, lemur, bítur og klór- ar, svo að fiðrið rýkur í allar áttir. Og hænurnar nötra af skelfingu og þora ekki annað en gagga hósíanna! hósíanna! meðan á þessari þokka- legu athöfn stendur. Sú er önnur náttúra hanans að látast vera iðjusamur, en gera ekki neitt og hafa samt lag á því að standa ætíð á blístri. Þegar hænugreyin eru búnar að krafsa upp mold með mikilli elju og þolgæði, og ætla að fara að gæða sér eða ungunum á einhverju lostæti, þá kemur hann ask- vaðandi, bolar þeim frá og étur sjálfur uppskeru erfiðis þeirra. Stund- um ber þó við að hann tekur að róta eitthvað aftur undan sér með löppunum, galar síðan hástöfum og fettir sig allan, býður þegnum sín- um til veizlu með geysilegu yfirlæti, eins og hann, þessi frægi lýðræðis- bóndi, vilji nú auglýsa gæzku sína og rausn á eftirminnilegan hátt. Og hænur og ungar koma þjótandi og búast við dýrlegum kræsingum, en sjá harla lítið ætilegt og finna varla nokkurt korn til að tína í svang- inn. Öngvu að síður læzt öll fjölskyldan vera stórhrifin, ungarnir glápa fjálgir á tærnar á sér og kyngja lofti, og hænurnar gagga mikið um höfðingsskap og brjóstgæði lýðræðisbóndans, unz þær tifa hurt með djúpum hneigingum og hefja brauðstrit sitt að nýju. Mér er sagt að þessi aðferð hanans heiti efnahagssamvinna á nútíðarmáli. Þarna stendur hann nú á öðrum fæti og er hættur að gala, kinkar einungis kolli þegar hænur og ungar róma síðasta afrek hans, að hafa hrakið burt þessa úrhellisrigningu og skipað sólinni að skína. Það er auðséð á stélinu á honum, að hann er að leggja eitthvað niður fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.