Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 65
HVOLPUR 223 urlægingu. En haninn hikstar einungis framan í hann og hraðar sér upp túnið, heim í ríki sitt, slæptur, krangalegur og blygðunarfullur, eins og hershöfðingi sem hefur verið sviftur glæsilegum einkennis- búningi og stendur allt í einu á ljótri nærbrók í augsýn heimsins. Og þegar stélþjóðin sér hann svona hörmulega útleikinn, sjálfan lýðræðis- bóndann, og finnur af honum lyktina, þessum mikla sundargerðar- fugli, þá hörfar hún frá honum dauðskelkuð, fælist öll og tvístrast — nema tvær auðmjúkar hænur, sem ég hef stundum heyrt nefndar Sölu og Dulu: þær stara á hann höggdofa, þola ekki þessa voveiflegu reynslu, falla báðar í öngvit um leið og hann forðar sér inn í kofann, og liggja eins og skotnar nokkra stund. Jafnskjótt og þær rakna úr rotinu taka þær til fótanna og hlaupa í felur, ringlaðar og fáráðlegar eins og ógæfu- samir stjórnmálamenn. Síðan er allt hljótt í ríki hanans. Því fer fjarri að hvolpurinn miklist af sigri sínum, líklega er honum öngvan veginn ljóst að hér hafa gerzt afdrifarík tíðindi, því að hann er farinn að eltast við rófuna á sér eins og ekkert hafi í skorizt, hoppa og ólátast. Mér finnst aftur á móti að ég verði að sýna honum einhvern sóma, þó í litlu sé. Ég býð honuin hátíðlega til kvöldverðar, fer í gúmmístígvél og skunda niður að vatni með stöngina reidda um öxl til að veiða okkur í soðið. 3 Og dagarnir líða, yndislegir sólmánaðardagar, þrungnir grósku og angan. Túnið verður æ gullnara fyrir fíflum og sóleyjum og hvítblárra fyrir hrafnaklukku, sérhver jurt keppist við að spretta. Sögupersón- ur mínar, pilturinn og stúlkan, birtast mér daglega og vilja einatt fara sínu fram, jafnvel segja mér fyrir verkum, en þegar hlé verður á sam- vinnu okkar nýt ég blessaðrar veðurblíðunnar undir beru lofti. Stund- um er ég út við eyjar á kvöldin, sit hljóður í bátnum og gleymi að dorga, því að himinninn logar yfir mér, dumbrauð fjöll standa á höfði í skuggsjá vatnsins, dýrðarómur berst mér að eyrum úr kjarri fyrir handan. Stundum er ég á gangi um holt og móa, og það er eins og lyngið sé að ávarpa mig í hverju spori, reyna að hvísla að mér ráðn- ingu þeirrar gátu sem ég hef glímt við í vöku og svefni. Ég nem staðar á hrjóstrugum mel og virði fyrir mér lítið blóm sem vex upp úr grjót-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.