Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 66
224 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inu, nýútsprunginn ljósbera með rauðbleika krónu. Þetta er undarlegt blóm, harðgert og viðkvæmt í senn, það býr við þröngan kost eins og smáþjóð í grýttu landi, og þó er mild angan þess hugljúfari en þungur ilmur aldingarðsins. í rauninni er líf þess handan við öll venjuleg rök, frosthörkur nísta það hálft árið, nepjur og hretviðri mæða á því vor og haust, ég veit ekki hverju það getur nærzt á þessum hrjóstruga mel, og þó hefur það svip ódauðleikans. Ef ég kveiki í eldspýtnastokknum mínum og varpa honum fuðrandi eins og gereyðingarsprengju á nýút- sprungna krónu þess, ávöxt óumræðilegrar seiglu og baráttu, þá sviðn- ar hún að vísu, blómið bliknar allt og visnar, en samt er það ekki dáið. Rót þess lifir niðri í grjótinu, fræ þess frá í fyrra leynast víðs- vegar um melinn, að vori mun grænn leggur spretta upp úr auðninni og rauðbleik króna anga á lognværu sólmánaðarkvöldi. Ég get brennt þetta blóm, traðkað á því, kramið það sundur, slitið það upp og haft það dagstund í hneslu minni eins og sigurtákn, en ég get ekki drepið það, líf þess er sterkara en dauðinn. Þegar ég geng burt frá því, þá er eins og sálin í mér sé nýstigin upp úr laug og hafi þvegið af sér angist og kvíða. Ró hugarins — loksins vitjar hún mín aftur. Ég er ekki ávallt einn á þessum ferðum mínum um holt og móa, hvolp- urinn fylgir mér stundum, hoppar ýmist við hlið mér, fer í feluleik við sjálfan sig í þúfnaskorningum, eða trítlar spölkorn á undan mér snuðrandi og íbygginn, eins og hann sé að fást við dularfullar rann- sóknir. Okkur er vel til vina. Og þó að mig langi oft að kenna honum að meta gáfu þagnarinnar, og óski þess að hann hefði hæfileika til að nema heimspeki Zenóns gamla frá Kittíon, þá er hann svo einstaklega laginn að gera mér létt í skapi og hlýtt í þeli, að ég get ekki annað en hrifizt af þrotlausri kátínu hans og ærslum. Haninn er farinn að senda honum tóninn og hafa í hótunum við hann, en í hvert skifti sem honum þykir óvinurinn vera kominn ískyggilega nálægt sér, flýr hann að dyr- um kofans og hreykir sér hjá hurðinni með ofstækisfullu látbragði, reiðubúinn að skjótast inn og hnipra sig saman uppi á priki sínu, ef í harðbakkann slær. Æjá, haninn hefur sett ofan, klístringurinn í fjöðr- um hans er að vísu þornaður og göngulagið jafn spj átrungslegt og áð- ur, eins og hann haldi að hann verði eilífur augnakarl í þessari veröld; en þegar hann galar má glöggt heyra einhvern skrækan vanmáttarhreim í ræðum hans, hvort sem hann prédikar göfuga efnahagssamvinnu fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.