Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 72
230 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kona, amma barnanna. — Vart getur þetta talizt til hversdagslegra héraðsatburða, að heil fjölskylda sópist af sviðinu á þennan hátt, og ekki gæti það talizt ólíklegt, að frásögn af slíkum atburði gengi meðal nokkurra kynslóða í héraðinu, þar sem þeir gerast. — En nú ber svo við, að atburður þessi mundi með öllu gleymdur og grafinn, ef ekki hefði verið farið að fletta í kirkjubókum Bjarnanessóknar. Ég hef spurt fjölda Hornfirðinga, eldri og yngri, og einkum þó hina eldri og þá, sem ólust upp með sögufróðum öfum og ömmum, en enginn hefur heyrt þessa atburðar getið. Ég hef talað við fólk fætt um 1860, alið upp með öfum og ömmum, sem lifðu þennan atburð og sögðu börnunum sögur. En þau sögðu aldrei söguna af bóndanum á Meðalfelli, sem skrapp að heiman að sumarlagi og kom aftur að hrundum húsakynnum og látinni fjölskyldu. Og hvernig haldið þið nú, að á því hafi staðið, að farið er að rekast á þessi dauðsföll í prestsþjónustubók Bjarnanessprestakalls? Haldið þið, að það hafi verið rétt svona helber tilviljun, einhver grúskari hafi verið að fletta og komið auga á grunsamlega margar jarðarfarir sama daginn og farið að kynna sér málið nánar? Svo var ekki. Hve margir sem hafa kunnað að fletta bókum, þá er nú svona, að grúskarar finna ógjarnan annað en það, sem þeir eru beint eða óbeint að leita að. Þetta finnst, af því að verið er að leita að því, og tilefni þess, að farið er að leita að því, það er þungamiðja þessa máls. Fyrir nokkrum árum lézt í Reykjavík öldruð kona, sem var fædd og uppalin austur í Hornafirði. Skömmu fyrir andlát hennar ber svo til, að barnabörn hennar fara að leita skýringa á orðtaki, sem þau heyra hana taka sér í munn við ákveðin tækifæri. „Mikill pauri! Ég hefði ekki átt að segja þér jjetta,“ segir hún þá. Og hún gefur skýringu og segir barnabörnum sínum sögu. Og sagan byrjar eins og margar beztu þjóðsögur heimsins: „Einu sinni í fyrndinni . . . Einu sinni í fyrndinni var bóndi að Meðalfelli í Hornafirði. Eitt haustið, þegar hann hefur lok- ið heyönnum, hefur hann ákveðið að byggja upp fjósið (þ. e. fjós og bað- stofu), sem mjög er komið að falli. En Jjar sem nágrannar hans voru enn ekki viðlátnir að rétta honurn hjálparhönd, þá ákveður hann að nota tímann til að skreppa suður i Öræfi. En meðan hann er í burtu, þá ber svo til, að það kemur mikil rigning. Og í þeirri rigningu hrynur fjósið á Meðalfelli, og allt heimafólkið ferst: kona bónda, tvö börn þeirra og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.