Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 72
230
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kona, amma barnanna. — Vart getur þetta talizt til hversdagslegra
héraðsatburða, að heil fjölskylda sópist af sviðinu á þennan hátt, og
ekki gæti það talizt ólíklegt, að frásögn af slíkum atburði gengi meðal
nokkurra kynslóða í héraðinu, þar sem þeir gerast. — En nú ber svo
við, að atburður þessi mundi með öllu gleymdur og grafinn, ef ekki
hefði verið farið að fletta í kirkjubókum Bjarnanessóknar. Ég hef spurt
fjölda Hornfirðinga, eldri og yngri, og einkum þó hina eldri og þá,
sem ólust upp með sögufróðum öfum og ömmum, en enginn hefur
heyrt þessa atburðar getið. Ég hef talað við fólk fætt um 1860, alið upp
með öfum og ömmum, sem lifðu þennan atburð og sögðu börnunum
sögur. En þau sögðu aldrei söguna af bóndanum á Meðalfelli, sem
skrapp að heiman að sumarlagi og kom aftur að hrundum húsakynnum
og látinni fjölskyldu.
Og hvernig haldið þið nú, að á því hafi staðið, að farið er að rekast
á þessi dauðsföll í prestsþjónustubók Bjarnanessprestakalls? Haldið
þið, að það hafi verið rétt svona helber tilviljun, einhver grúskari hafi
verið að fletta og komið auga á grunsamlega margar jarðarfarir sama
daginn og farið að kynna sér málið nánar? Svo var ekki. Hve margir
sem hafa kunnað að fletta bókum, þá er nú svona, að grúskarar finna
ógjarnan annað en það, sem þeir eru beint eða óbeint að leita að.
Þetta finnst, af því að verið er að leita að því, og tilefni þess, að farið
er að leita að því, það er þungamiðja þessa máls.
Fyrir nokkrum árum lézt í Reykjavík öldruð kona, sem var fædd og
uppalin austur í Hornafirði. Skömmu fyrir andlát hennar ber svo til,
að barnabörn hennar fara að leita skýringa á orðtaki, sem þau heyra
hana taka sér í munn við ákveðin tækifæri. „Mikill pauri! Ég hefði
ekki átt að segja þér jjetta,“ segir hún þá. Og hún gefur skýringu og
segir barnabörnum sínum sögu. Og sagan byrjar eins og margar beztu
þjóðsögur heimsins: „Einu sinni í fyrndinni . . . Einu sinni í fyrndinni
var bóndi að Meðalfelli í Hornafirði. Eitt haustið, þegar hann hefur lok-
ið heyönnum, hefur hann ákveðið að byggja upp fjósið (þ. e. fjós og bað-
stofu), sem mjög er komið að falli. En Jjar sem nágrannar hans voru enn
ekki viðlátnir að rétta honurn hjálparhönd, þá ákveður hann að nota
tímann til að skreppa suður i Öræfi. En meðan hann er í burtu, þá ber
svo til, að það kemur mikil rigning. Og í þeirri rigningu hrynur fjósið á
Meðalfelli, og allt heimafólkið ferst: kona bónda, tvö börn þeirra og