Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 73
HARMKÍMIN ÞJÓÐ
231
gömul kona, amma barnanna. Einn nágrannanna er sendur til aS segja
bónda harmtíðindin. — Bónda varð mjög um fréttina, sem vænta mátti,
og brast í grát. Þá sagði sendiboðinn: ,Mikill pauri! Eg hefði ekki átt
að segja þér þetta‘.“
Þannig hljóðaði saga gömlu konunnar að efni til. En þótt syni henn-
ar dytti vart annað í hug en að þetta væri hrein þjóðsaga, þá fór hann
nú samt að blaða, og árangurinn af leitinni varð sá sem áður getur.
Þessi harmþrungni atburður liafði átt sér stað, var aðeins 5 aldarfjórð-
unga gamall, en átti ekki nein tengsl við söguþekkingu nútímans nema
einn talshátt, sem aðeins ein gömul kona hefur, svo að vitað sé, tekið
sér í munn í tíð núlifandi íslendinga. Og það er ekki um að villast, að
ef tíðindamaður þessara miklu atburða hefði ekki brugðizt svona
skringilega aumingjalega við þeirn vanda að bera sorgartíðindi til nán-
ustu aöstandenda, þá hefði hvorki ég né aörir Hornfirðingar haft hug-
mynd um, að svona stórkostlegur atburður hefði átt sér stað í sveit
okkar á síöastliöinni öld.
Þá dettur mér í hug sagan hennar Guörúnar ömmu minnar. Þau
hjónin búa að Viöborði með stóran barnahóp, yngsta barnið aðeins 8
ára, en hin elztu komin um og yfir tvítugsaldur. Þá ber það við eitt
haustið, að elzti sonur þeirra ferst niöur um ís. Um áramótin lézt annar
sonur þeirra á sóttarsæng, og í febrúar um veturinn finnst lík afa míns
á eyri í Hornafjarðarfljótum.
Svo virðist sem þetta ætti að vera alveg nægileg lífsreynsla á bak
einnar konu, til þess að vitneskja um þessa atburði fylgdi afkomendum
hennar um nokkra ættliði. En þess er ég fullviss, að ekki hefði ég haft
hugmynd um þessa reynslu í lífi ömmu minnar, ef ég hefði aldrei heyrt
orðtakið: „En hann Bjarni í Viöborðsseli að missa tarfinn.” En þannig
er þetta tengt, að næsta vor eftir hinn umrædda vetur gerir mág-
ur ömmu minnar sér ferð til að heimsækja hana. Hann kemur við á
næsta bæ, Viðborösseli, og sækir þar svo illa að, að Bjarni bóndi þar
er nýbúinn að missa þarfanautiö sitt og ber sig að vonum illa yfir miss-
inum. Þegar að Viðborði kemur, vottar mágur ömmu minnar henni
samúð sína með þessum orðum: „Mikið er guð búinn að reyna þig í
vetur.“ En hann hefur ekki fyrr sleppt orðinu en hann bætir við: „En
hann Bjarni í Viðborösseli að missa tarfinn!11
Ef einhver vildi spyrja mig, hver hefði sagt mér þessa sögu, þá gæti