Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 74
232
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ég ekki svarað því írekar en spurningu um, hver hefði kennt mér ör-
nefnin í kringum bæinn. Minningin um tarfinn hans Bjarna í Við-
borðsseli var einn hlutinn af andrúmsloftinu á heimilinu, þegar ég var
að alast upp. Nú var heimilið mitt raunverulega gamla heimilið hennar
ömmu, sem gengið hafði í hendur elzta þálifandi syni hennar, en mér er
ekki grunlaust um að hann hafi lengi búið við minjar mikilla byrða, sem
lögðust á herðar honum við mannskaða þessa misseris. En það er svo
grandvart, að ég heyrði nokkru sinni talað um þá á þessu heimili öðru-
vísi en sem nauðsynlega umgerð um andvarpið út af tarfinum hans
Bjarna í Viðborðsseli.
2
Þegar við Islendingar komum saman nú á tímum og lyftum sál okkar
til gleði á vængjunr söngsins, þar sem allir taka undir, þá er nokkurn
veginn fastur liður í þeim söng: „En ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.“ En fyrir rúmri öld var þetta ekki
sungið, þá hafði Jónas Hallgrímsson ekki ort þennan söng, og þá átti
þjóðin heldur ekki neinn hljómgrunn fyrir þennan söng og því ekki
skilyrði til að eignast hann. Eftir margra alda myrkur er það ekki fyrr
en á 19. öld, að íslenzk þjóð þekkir til sólskinsbletta í lífi sínu. Og það
er heldur engin tilviljun, að söngur þessi verður til meðal ungra náms-
manna handan íslandsála, til þeirra komu fyrstu sólskinsstundirnar, þeir
höfðu skynjað anda hins sæla suðurs og vissu, að leið hans lá í norður-
átt, og Jónas bað hann fyrir kveðju til fósturjarðarinnar.
Höfuðgildi þessa söngs er fólgið í hagrænni lífsspeki. Ekkert var
langþjáðri þjóð nauðsynlegra í baráttunni til hærri menningar á efna-
hagslegu og andlegu sviði en nýtni á fyrstu sólskinsstundirnar, sem
lífið bauð, að njóta þeirra fullkomlega og láta þær varpa ljóma inn á
'lönd framtíðarinnar. Minning um sólskinsstund er aflgjafi á sigling-
unni í gegnum næsta kólgubakka. í því liggur skýring þess, hve líf
margra mótlætisbarna er hamingjuþrungið, þau hafa ekki vanrækt að
njóta þeirra sólskinsstunda, sem boðizt hafa, og teyga úr þeim allt það
yndi, sem þær hafa átt, og varðveitt minninguna um þær sem óþrjót-
andi varasjóð. Heilræðið að setjast að hverjum sólskinsbletti og gleðja
sig hefur verið ómetanlegt hjálpartæki í baráttu íslenzku þjóðarinnar
til hækkandi menningar í eitt hundrað ár. Eins augnabliks sólskins-