Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 75
HARMKÍMIN ÞJÓÐ 233 stund heíur gefið þúsundum og aftur þúsundum manna þrek til að lifa lífinu og gert það þess vert að Iifa því. En hvernig fór þjóðin að lifa í mörg hundruð ár án þess að sjá nokkurn tíma nokkurn einasta sólskinsblett? A einhverju verður maður alltaf að lifa, og ekki er hægt að lifa á því, sem ekki er til. — „í þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð.“ — Og sögurnar hafa verið and- legt líf þjóðarinnar í þúsund ár, segjurn við. En sögurnar, sem þjóðin lifði á sínu andlega lífi, þær áttu ekkert skylt við sagnfræði. Þær voru skáldskapur, sem hafði það tvöfalda gildi að veita sköpunargleði og gleðina við að njóta hins skapaða. Sagnfræðilegir atburðir höfðu fyrst og fremst gildi sitt í því, ef þeir hentuðu til að vera uppistaða í skáld- verk, utan við hið almenna, en þó þverskurður þess, samspil hliðstæðna og andstæðna í listrænu formi. Hinn aðfengni efniviður þessara skáldverka voru einkum og sérílagi harmsögulegir atburðir, sem lífið bauð ár eftir ár og öld eftir öld. Ann- álarnir voru ekki það, sem fólkið lifði á, ekki minningar eða frásagnir um atburði, sem gerðust í lífi afa og ömmu og forfeðra þeirra og for- mæðra árið þetta eða hitt, harmsögur þeirra lifðu ekki í minningum eftirkomendanna, heldur í blóði þeirra og skapgerð, merg og beinum. En skáldverkin, sem þjóðin samdi og þjóðin naut, voru að jafnaði öllu óbundin í tíma og rúmi. „Einu sinni var . . og þó hvorki í nútíð, þátíð eða framtíð, eða öllu heldur allt í senn: í nútíð, þátíð og framtíð, — ofar öllum öldum. Hinir skelfilegustu atburðir, sem við erum nú að grafa upp úr kirkjubókum, þeir voru ekki í frásögur færandi um undan- farnar aldir. Þó að heil fjölskylda að húsráðanda einum undanskildum verði undir kofaræksni og bíði bana, það er ekki neitt til að færa í frásögur, hve bleikt verður það ekki í samanburöi við frásagnir, sem ekki var hægt að gleyma með öllu, þegar einn og einn maður var uppistandandi á einu og einu heimili í heilum héruðum. Það var held- ur ekkert til að geyma í minningum, þótt vandamenn falli í valinn með stuttu millibili og húsfreyja missi máttarstoðir lífs síns og ástvini hvern af öðrum, og það var ekkert unniö við það, nema síður væri, að verða að burðast með minningar þess háttar atburða, nóg var samt af sorta í lífinu, og nóg, sem þyngdi hugann og vildi þrýsta honum niður í myrkur og algert volæði. En hitt var annaÖ mál, að litir þessara harma voru svo sterkir, að þeir urðu nægilega rík andstæða i samvafi við lág-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.