Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 75
HARMKÍMIN ÞJÓÐ
233
stund heíur gefið þúsundum og aftur þúsundum manna þrek til að lifa
lífinu og gert það þess vert að Iifa því.
En hvernig fór þjóðin að lifa í mörg hundruð ár án þess að sjá
nokkurn tíma nokkurn einasta sólskinsblett? A einhverju verður maður
alltaf að lifa, og ekki er hægt að lifa á því, sem ekki er til. — „í þúsund
ár höfum við setið við sögur og ljóð.“ — Og sögurnar hafa verið and-
legt líf þjóðarinnar í þúsund ár, segjurn við. En sögurnar, sem þjóðin
lifði á sínu andlega lífi, þær áttu ekkert skylt við sagnfræði. Þær voru
skáldskapur, sem hafði það tvöfalda gildi að veita sköpunargleði og
gleðina við að njóta hins skapaða. Sagnfræðilegir atburðir höfðu fyrst
og fremst gildi sitt í því, ef þeir hentuðu til að vera uppistaða í skáld-
verk, utan við hið almenna, en þó þverskurður þess, samspil hliðstæðna
og andstæðna í listrænu formi.
Hinn aðfengni efniviður þessara skáldverka voru einkum og sérílagi
harmsögulegir atburðir, sem lífið bauð ár eftir ár og öld eftir öld. Ann-
álarnir voru ekki það, sem fólkið lifði á, ekki minningar eða frásagnir
um atburði, sem gerðust í lífi afa og ömmu og forfeðra þeirra og for-
mæðra árið þetta eða hitt, harmsögur þeirra lifðu ekki í minningum
eftirkomendanna, heldur í blóði þeirra og skapgerð, merg og beinum.
En skáldverkin, sem þjóðin samdi og þjóðin naut, voru að jafnaði öllu
óbundin í tíma og rúmi. „Einu sinni var . . og þó hvorki í nútíð,
þátíð eða framtíð, eða öllu heldur allt í senn: í nútíð, þátíð og framtíð,
— ofar öllum öldum. Hinir skelfilegustu atburðir, sem við erum nú að
grafa upp úr kirkjubókum, þeir voru ekki í frásögur færandi um undan-
farnar aldir. Þó að heil fjölskylda að húsráðanda einum undanskildum
verði undir kofaræksni og bíði bana, það er ekki neitt til að færa í
frásögur, hve bleikt verður það ekki í samanburöi við frásagnir, sem
ekki var hægt að gleyma með öllu, þegar einn og einn maður var
uppistandandi á einu og einu heimili í heilum héruðum. Það var held-
ur ekkert til að geyma í minningum, þótt vandamenn falli í valinn með
stuttu millibili og húsfreyja missi máttarstoðir lífs síns og ástvini hvern
af öðrum, og það var ekkert unniö við það, nema síður væri, að verða
að burðast með minningar þess háttar atburða, nóg var samt af sorta í
lífinu, og nóg, sem þyngdi hugann og vildi þrýsta honum niður í
myrkur og algert volæði. En hitt var annaÖ mál, að litir þessara harma
voru svo sterkir, að þeir urðu nægilega rík andstæða i samvafi við lág-