Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 77
HARMKÍMIN ÞJÓÐ
235
sem afmarkað hugtak, þá gætum við heldur aldrei tekið okkur í munn
orð eins og þjóðarsál eða þjóðarmetnaður.
Eg tel það óþarft að láta bíða seinni tíma úrskurð um það, að ekki
hafi einn einasti atburður í sögu þjóðarinnar verkað eins djúpt og
kremjandi á sál þjóðarinnar í einni svipan og atburðirnir í vetur. Svo
heil var þjóðin í viðbragði, að ekki einn einasti Islendingur á frónskri
grund kennir svo mikið sem ávænings af sigurvímu, þegar mjög harð-
vítug orusta hefur verið háð til stundarúrslita. og þeir, sem í mest-
um djöfulmóði höfðu barizt fyrir þeim úrslitum, urðu þrúgaðastir
allra manna af tilfinningu þess að hafa beðið óskaplegan ósigur. Það
er ekki nóg að hafa slitið sig úr öllum tengslum við andlegt líf þjóðar
sinnar, það er ekki nóg að hafa þegið fé til höfuðs henni, það er ekki
nóg að ganga heils hugar með yfirspenntum kröftum til fjörráða við
hana, það er ekki hægt að losna við að vera hluti af henni. Þjóðarsál
er meira en rétt aðeins orð, þjóðarsál er staðreynd, sem ekki lætur að
sér hæða.
Og hvernig brást þjóðin við? Þið skuluð ekki þegar líta á það sem
vanhugsað tómyrði: hana setti hljóða. Ég gæti hugsað, að Reykvíking-
ar teldu þetta fjarstæðu. Ég hafði nokkurt samband við Reykvíkinga
að atburðum afstöðnum. Og þeir sögðu mikið og margt. En þeir ræddu
minnst um þungamiðju þess, sem hafði gerzt, þeir ræddu um atburði,
sem gerzt höfðu í sambandi við þá þungamiðju. Þeir minntust ekki
fyrst og fremst á það, sem þyngst lá á huganum, heldur fólskufáránlega
tilburði á útjöðrum hins örlagaríka kjarna.
En utan Reykjavíkur, þar sem skyldleikinn er meiri við aðstöðu
þjóðarinnar um liðnar aldir, þar ríkti hinn dýpsti hljóðleiki, sem ég
hef þekkt um mál, sem snart hvern mann og var hávaðamál í daglegum
blaðarekstri. Jafnvel menn, sem undanfarna daga höfðu aldrei komizt
svo í kallfæri við náungann, að þeir ekki æptu á framkvæmd þeirra úr-
slita, sem nú voru fengin, þeir drúptu nú höfði og höfðu ekkert um-
ræðuefni tiltækilegra en veðrið eða blessun þess, að tekizt hafði að
ljúka Krýsuvíkurveginum í tæka tíð. Þeir voru nú sérstaklega fíknir í
að tala um eitthvað til að hlaða varnargarð um þetta eina, sem dýpst
var í vitund hvers einasta Islendings.
En eftir lítinn tíma hafa allir íslendingar sameinazt í dunandi hlátri.
Skoplegu drættirnir létu ekki bíða eftir sér, þegar metin í vesaldómi