Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 79
HARMKÍMIN ÞJÓÐ 237 ar því upp í áheyrn alþjóðar nokkrum vikum eítir þessa atburði, að í eyrum hans hljómi sterkustu hótunarorð íslenzkrar tungu: „Drepum, drepum! Grýtum, grýtum!“ ■—- Þetta voru þá hetjurnar, sem réðu hinum ótrauðu framkvæmdum og stóðu að baki hinni tröllslegu her- sýningu. Og liver sem raunveruleikinn er, þá hafði þjóðin samtímis eignazt sögu um þrjá ráöherra, sem leggja í vesturveg og verða sér svo ágætlega til skammar, að slíks þekkjast engin dæmi í sögu gervallrar veraldar. Þó steig fögnuðurinn hæst, þegar öll var komin vesturför utanríkisráðherrans hin síðari. Förin varð eitt samfellt listaverk, þar sem samhljómanin náði þvílíkri fullkomnun, að hvergi skeikaði: er- indi ráðherrans, kynning hans á þjóðinni, kunnátta hans í enskri tungu, — hvergi falskur tónn. Og nokkrum vikum eftir stórfelldustu harma, sem þjóðinni hefur borið að höndum í þúsund ár, hefur hún þannig fært þau í klæði kímninnar og hagnýtt sér þau til gleöiauka. Þetta eru harmar, sem ekki veröur sökkt í djúp gleymskunnar, og eitt er það, hvernig þeir eru geymdir í djúpum sálarlífsins, en í þessu ljósi virðir þjóðin þá fyrir sér á þessu stigi málsins. Þá detta mér í hug atburöir, sem í verulegum atriðum eru sams konar og þeir, sem nú hefur verið dvalizt við. Það er aftaka Jóns bisk- ups Arasonar. Skáld þjóðarinnar hafa tekið það efni mjög til með- ferðar bæði í sögum og ljóöum. En þjóðin sjálf hefur gert tvö listaverk út af þeim atburðum, hvort sinnar tegundar. Annað er innsti kjarni þjóöarharmsögunnar í hinu stórbrotna tákni um Líkaböng, sem hringdi af sjálfsdáðum biskup sinn til grafar, þar til hún sprakk. Maöur getur vart hugsað sér, að á greinilegri og áhrifameiri hátt sé hægt að lýsa því, hvernig inntak þessa atburðar kom þjóðinni fyrir sjónir. Ósjálfrátt ómaði henni hljómmesti strengurinn í brjósti þar til hann sprakk af harmi. En þjóðin lét sér ekki nægja þetta listaverk eitt. Hún bjó sér til annað í formi sannsögulegra lýsinga af atburðunum. Leiksviðið er sjálfur aftökustaðurinn, persónurnar eru biskupinn, synir hans og böð- ulsveitin og atburðirnir aftakan sjálf. En yfir þessu sviði iðar allt af spriklandi kímni. Andstæðurnar eru leiddar fram samhliða í tveim leikatriöum. Annarsvegar er Ari og bööullinn. Aðalverkfærið við aftök- una er aumingi, sem kann ekki einföldustu aðferð við að höggva höfuð af manni, þótt öllu sé sem haganlegast hagrætt á höggstokkinn fyrir framan hann. Ari slær upp á grín við hann, gefur þessum aumingja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.