Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 81
HARMKÍMIN ÞJÓÐ 239 vottar fyrir ofboði út af þvílíkum verknaði sem að taka Skálholtsbisk- up í fullum skrúða fyrir altari dómkirkjunnar og leiða hann út til líf- láts. Og það er ekkert fát eða ofsi eða ósjálfræði í athöfnunum. Það er ekki verið með neinar sadiskar pyndingar. Alþýða manna er yfir- leitt ekki haldin þess háttar kvillum. Höfðingjarnir á Sturlungaöld geltu andstæðinga sína. stungu úr þeim augun, hjuggu af þeim hendur og fætur, skáru af þeim eyrun. Yfirstétt, sem berst fyrir lífi sínu, er grimm í örvæntingarbrjálæði sínu. En þannig er ekki alþýðan, sem innst inni lumar alltaf á tilfinningunni fyrir því, að hún er mannlífið sjálft og því ósigrandi. Hún kemur kímninni að í hefnd sinni. Skrýddum bisk- upinum er stungið í poka og drekkt eins og blindum tíkarhvolpi. Það er aðeins einu sinni í allri harmsögu þjóðarinnar, sem hana virðist gersamlega bresta hæfileikann til að blanda krydddropum kímn- innar í minningar um atburði, sem ekki var hægt að gleyma. Það er franuni fyrir eiðspjallinu í Kópavogi. En listfengið bregzt ekki. Vera má, að saga Árna Oddssonar sem ein heild sé eitt algerðasta lista- verkið, sem þjóðin hefur túlkað með lífsreynslu sína. Draumar hennar um eigið þrek, dirfsku og sigurmöguleika í baráttunni við hið erlenda kúgunarvald birtast svo glæsilega í sögunni um unga íslendinginn, sem með einhverjum töfrabrögðum siglir á litlum báti yfir Islandsála, þeg- ar danska konungsvaldið hefur bannað honum far, af því að hann er hinn útvaldi málsvari þjóðarinnar, — fer í einum áfanga einhestis að jökla- baki af Vopnafirði til Þingvalla og stígur á dómstað nákvæmlega á síðasta augnabliki til að bjarga málstað þjóðarinnar. — Og yndisleik- inn yfir frásögninni: Bóndinn, sem lánar gæðinginn sinn, af því að hann veit, hvað er í húfi, — stúlkan á kvíabólinu, sem brynnir hestin- um í mjólkurfötunni og stingur svo upp í hann smjördömlu, — þetta eru táknmyndir hinnar óbreyttu alþýðu og þátttöku hennar í barátt- unni. — Og svo biskup landsins, sem hér er fulltrúi þjóðarheildarinnar, á sjónarhóli á síðustu stundu, horfandi á jóreykinn, sem fór yfir með þvílíkum hraða, sem aðeins var hugsanlegur í sambandi við för þess eina manns, sem hafði hjálpræði þjóðarinnar í hendi sér. Og svo að síðustu: „Hér er ég kominn fyrir guðs náð, en ekki þína, Herlegdáð!“ — Með hve stórkostlegum glæsibrag hefst ekki sagan, sem endar í átak- anlegasta þjóðarharmleiknum, þegar þessi sami Árni Oddsson, hvítur fyrir hærum, situr í Kópavogi með fallbyssukjaftana gapandi gegn sér,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.