Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 81
HARMKÍMIN ÞJÓÐ
239
vottar fyrir ofboði út af þvílíkum verknaði sem að taka Skálholtsbisk-
up í fullum skrúða fyrir altari dómkirkjunnar og leiða hann út til líf-
láts. Og það er ekkert fát eða ofsi eða ósjálfræði í athöfnunum. Það
er ekki verið með neinar sadiskar pyndingar. Alþýða manna er yfir-
leitt ekki haldin þess háttar kvillum. Höfðingjarnir á Sturlungaöld geltu
andstæðinga sína. stungu úr þeim augun, hjuggu af þeim hendur og
fætur, skáru af þeim eyrun. Yfirstétt, sem berst fyrir lífi sínu, er grimm
í örvæntingarbrjálæði sínu. En þannig er ekki alþýðan, sem innst inni
lumar alltaf á tilfinningunni fyrir því, að hún er mannlífið sjálft og
því ósigrandi. Hún kemur kímninni að í hefnd sinni. Skrýddum bisk-
upinum er stungið í poka og drekkt eins og blindum tíkarhvolpi.
Það er aðeins einu sinni í allri harmsögu þjóðarinnar, sem hana
virðist gersamlega bresta hæfileikann til að blanda krydddropum kímn-
innar í minningar um atburði, sem ekki var hægt að gleyma. Það er
franuni fyrir eiðspjallinu í Kópavogi. En listfengið bregzt ekki. Vera
má, að saga Árna Oddssonar sem ein heild sé eitt algerðasta lista-
verkið, sem þjóðin hefur túlkað með lífsreynslu sína. Draumar hennar
um eigið þrek, dirfsku og sigurmöguleika í baráttunni við hið erlenda
kúgunarvald birtast svo glæsilega í sögunni um unga íslendinginn, sem
með einhverjum töfrabrögðum siglir á litlum báti yfir Islandsála, þeg-
ar danska konungsvaldið hefur bannað honum far, af því að hann er hinn
útvaldi málsvari þjóðarinnar, — fer í einum áfanga einhestis að jökla-
baki af Vopnafirði til Þingvalla og stígur á dómstað nákvæmlega á
síðasta augnabliki til að bjarga málstað þjóðarinnar. — Og yndisleik-
inn yfir frásögninni: Bóndinn, sem lánar gæðinginn sinn, af því að
hann veit, hvað er í húfi, — stúlkan á kvíabólinu, sem brynnir hestin-
um í mjólkurfötunni og stingur svo upp í hann smjördömlu, — þetta
eru táknmyndir hinnar óbreyttu alþýðu og þátttöku hennar í barátt-
unni. — Og svo biskup landsins, sem hér er fulltrúi þjóðarheildarinnar,
á sjónarhóli á síðustu stundu, horfandi á jóreykinn, sem fór yfir með
þvílíkum hraða, sem aðeins var hugsanlegur í sambandi við för þess
eina manns, sem hafði hjálpræði þjóðarinnar í hendi sér. Og svo að
síðustu: „Hér er ég kominn fyrir guðs náð, en ekki þína, Herlegdáð!“
— Með hve stórkostlegum glæsibrag hefst ekki sagan, sem endar í átak-
anlegasta þjóðarharmleiknum, þegar þessi sami Árni Oddsson, hvítur
fyrir hærum, situr í Kópavogi með fallbyssukjaftana gapandi gegn sér,