Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 82
240 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skrifar fyrir hönd þjóðarinnar undir eiöstaf, þar sem danskri konungs- ætt er svarin hollusta um aldur og ævi, og — grætur. Svo gæti virzt sem þjóðin hafi verið að tákna algera uppgjöf sína gegn ofureflinu með þessari sögu. Nú brestur hana þróttinn til að klæða harmleikinn í kímnihjúp. En svo er þó ekki. íslendingar hafa aldrei litið á tárin sem tákn örvæntingar og uppgjafar. Þau hafa verið henni „hin sæla heims- ins svalalind, er ótal læknar sár,“ — öryggisventill yfirþyrmandi til- finninga. Enda mistókst þjóðinni ekki að ganga svo frá þessu listaverki, að tár Árna Oddssonar í Kópavogi yrðu henni lífdögg, þegar kaldast hlés um næstu kynslóðir. 5 Þá fer ég að láta þessum hugleiðingum mínum lokið. Þó veitist mér erfitt að skilja svo við þetta mál, að ekki hvarfli hugurinn aftur að síðustu atburðunum, þar sem þjóðfélagið er enn beygt undir erlend yfirráð og það á ósvífnari og purkunarlausari hátt en nokkru sinni fyrr. Hér verður ekki farið að leiða getum að því, hvernig úr rætist um leiðréttingu þeirra mála, það er ekki viðfangsefni þessa erindis. En í hvaða formi eða formum munu ókomnar aldir geyma minninguna um þessa atburði? Þetta mun einhverjum þykja barnalegt, að gera ráð fyrir því, að hér á geti leikið vafi, svo nákvæmar heimildir sem fyrir liggja bæði í rituðu máli og kvikmyndum. En víst er um það, að þjóðin mun ekki eingöngu binda sig við fræðilegar heimildir. Það er alls ekki víst, að hún hafi sérstakan áhuga fyrir því að muna atburðina í raunveru- legu formi'. En hún á áreiðanlega eftir að búa sér til sínar táknmyndir af þeim, lýsa þeim með eigin orðum, og ákveðin atriði festa sig öðrum fremur í ákveðnum talsháttum daglegs máls. I sambandi við einn tals- liáttanna hugsa ég mér eftirfarandi: Amma situr í hægindastólnum við rórent sitt. Hún heyrir grunsam- legan hávaða frá lesstofu litlu bræðranna, stendur upp og gengur á vettvang. Þeir hafa orðið ósáttir og eru komnir í handalögmál. Amma staðnæmist í dyrunum, slær sér á lær og segir: „Ja, drepum, drepum! Grýtum, grýtum!“ Það kemur á litlu drengina, þeir hætta að fljúgast á, stara á ömmu sína, og stóri bróðir segir: „Af hverju segir þú þetta, amma: Drepum, drepum! Grýtum, grýtum?“ Amma trítkr inn í her- bergið, tyllir sér og segir: „Og það á nú sína sögu, börnin góð. — Einu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.