Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 86
Sigurför Stokkhólmsávarpsins
Nœsta heimsfriðarþing í Englandi 13.—19. nóv. 1950
í síðasta hefti var skýrt allýtarlega frá heimsfriðarhreyfingunni og birt stokk-
hólmsávarpið sem frægt er orðið. Aldrei í sögu veraldar hefur mannkynið sýnt frið-
arvilja sinn jafn eindregið sem með undirskrift þessa ávarps. Þegar þessar línur eru
ritaðar berast fregnir um að 400 miljónir manna hafi undirritað það: sextán milj.
Itala, 13 milj. á Frakklandi, 18 milj. Pólverja, 2'/2 milj. í Bandaríkjunum, 115 milj.
í Ráðstjórnarlýðveldunum, 730 þús. í Finnlandi, 3]/2 milj. Japana, 20*4 milj. í
Þýzkalandi, 2 milj. í Brasilíu, 156 milj. í Kína osfrv. Sýna tölur þessar hver sigur-
för stokkhólmsávarpsins er orðin.
En jafnframt hefur komið annað í ljós. Stokkhólmsávarpið hefur orðið banda-
ríkjablökkinni sem lifir fyrir styrjöld og framleiðslu morðvopna slíkur þyrnir í
holdi að málpípur hennar hafa ætlað að tryllast og sýnir ekkert betur hve þetta
einfalda friðarávarp hefur hitt beint í mark. Hatrið sem það hefur vakið í herbúðum
auðdrottna er hezt til vitnis um að þeir skilja glöggt að undirskrift ávarpsins og
friðarvilji sá og friðartrú sem það vekur með þjóðunum leggur hindrun í veg fyrir
strfðsáætlun þeirra, en þá er komið við hjartað í þeim.
Hin alþjóðlega friðarhreyfing sem eflzt hefur með sigurför stokkhólmsávarpsins
boðar nú til II. heimsfriðarþings í Sheffield á Englandi 13.—19. nóv. Á þing þetta
streyma nú fulltrúar alstaðar að úr heiminum, m. a. þrír frá íslandi, Þórbergur
Þórðarson, séra Guðmundur Helgason og Jónas Árnason. Þingið mun stíga ný
mikilvæg skref í friðarbaráttunni og setja heimsfriðarhreyfingunni ný verkefni, svo
sem fram kemur í ályktun þeirri sem hér fer á eftir og samþykkt var á fundi fram-
kvæmdanefndarinnar til undirbúnings þinginu í Prag 10. ágúst s.l. Kr. E. A.
Hundruð milljóna karla og kvenna hafa þegar fylkt liði um Stokkhólmsávarpið,
og sífellt bætast fleiri í hópinn. í nafni þessara hundraða milljóna karla og
kvenna, boðar framkvæmdanefnd alþjóðafriðarhreyfingarinnar til II. heimsfriðar-
þings, sem háð verður á Bretlandi dagana 13. til 19. nóvember.
Hin alvarlega breyting sem nýlega hefur orðið til hins verra í alþjóðamálum og
felur í sér beina ógnun við heimsfriðinn, leggur öllum friðarunnandi mönnum
nýjar skyldur á herðar og fær þeim ný verkefni enn mikilvægari en nokkru sinni.
Verjendur friðarins halda áfram haráttu sinni fyrir banni á kjarnorkuvopnum,
auk þess sem rætt verður um almenna afvopnun, háða eftirliti, en aukinn vígbún-
aður hefur fært stríðshættuna nær og lagt þjóðunum þungar byrðar á herðar.
Verjendur friðarins tjá sig andvíga árásum, hvar sem þær eru gerðar og for-
dæma vopnaða, erlenda íhlutun um innanríkismál þjóða. Þeir krefjast þess að
slíkum innrásum verði hætt, hvar sem þær eiga sér stað.
Verjendur friðarins fagna framkomnum tillögum til friðar í Kóreu og styðja
þær, en stríðið þar stofnar heimsfriðinum í mesta voða. Þeir víta harðlega hinar
stórfelldu sprengjuárásir sem beitt er gegn friðsömum borgurum. Verjendur frið-