Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 89
TVÆR NÆTUR 247 upp brekkuna Suðurgarðs megin. Alla leið heim að bæ. Alltaf mátti þó athuga, hvernig hér er umhorfs. Þarna standa bæjarhúsin eins og í svefni. Ekkert heyrist annað en smádynkir frá fjósinu endrum og eins, og svo er það kötturinn, sem lámast malandi með fram bæjarveggnum. Hér er allt í svefni, smátt og stórt. Það gengur goðgá næst að vera að læðupokast hér á náttarþeli, þegar kyrrðin og öryggið hafa helgað sér staðinn. Hann bítur sér skrotölu og reynir á útihurðina. Hún er ólæst. Þá er því líkast sem hann sé stunginn, hjartað tekur að hamra, og hann verð- ur undarlega andstuttur og heitur. Við þessu hafði hann ekki búizt. Jæja, nú var aðeins eitt að gera. Hann dregur af sér skóna og læðist á sokkaleistunum upp stigaþrepin. Uppi á loftsganginum nemur hann staðar. Húsið sefur enn. Hann andar að sér lyktinni af því; þetta er framandi hús, múrinn þefjar af leir og þiljurnar af furu, allt öðruvísi en heima. Hann finnur dyrnar að loftherberginu. Greinir andardrátt tveggja mannvera þar inni. Onnur dregur andann títt og ójafnt, hin þyngra og fastar. Það er andardráttur hennar. Hinn er smaladrengsins. Hann bíður þess að hjartað stillist, svo opnar hann hurðina. Hún hljóðar ekki upp yfir sig, varpar aðeins öndinni léttilega eins og hún gerir stundum í vöku. Og hann fálmar sig inn að rúminu hennar.------- Gamli maðurinn dregur andann með erfiðismunum og kveinkar sér dálítið. Aftur rennur minningin út í þoku. Börnin hans raða sér kring- um rúmið og hvískra sín á milli, að hann sé ekki með réttu ráði. Hann veit svo sem af þeim og heyrir til þeirra — heyrir mætavel til þeirra. Hann ræskir sig og tekur á kröftunum: -—- Rekiði kattarsneypuna ofan------af fótunum á mér. Hann er svo þungur. Þarna ættu þau þó að geta heyrt, að hann er með réttu ráði. En eldri dóttirin lítur á mágkonu sína: Þetta er í þriðja skiptið í dag, sem hann er að þessu rugli um köttinn. Hann blundar litla stund. Hann veit af því sjálfur, það er bara til að styrkja sig lítið eitt. Svo tekur hann til aftur, þar sem hann hætti. .... Jú, það var satt, hann sezt á rúmgaflinn hennar. Hún losar svefninn, rís snöggt frá koddanum og þreifar á honum. Síðan liggur hún grafkyrr. Smalapilturinn snýr sér í rúmi sínu við hinn vegginn, klórar sér einhvers staðar á kroppnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.