Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 89
TVÆR NÆTUR
247
upp brekkuna Suðurgarðs megin. Alla leið heim að bæ. Alltaf mátti þó
athuga, hvernig hér er umhorfs. Þarna standa bæjarhúsin eins og í
svefni. Ekkert heyrist annað en smádynkir frá fjósinu endrum og eins,
og svo er það kötturinn, sem lámast malandi með fram bæjarveggnum.
Hér er allt í svefni, smátt og stórt. Það gengur goðgá næst að vera að
læðupokast hér á náttarþeli, þegar kyrrðin og öryggið hafa helgað sér
staðinn.
Hann bítur sér skrotölu og reynir á útihurðina. Hún er ólæst. Þá er
því líkast sem hann sé stunginn, hjartað tekur að hamra, og hann verð-
ur undarlega andstuttur og heitur. Við þessu hafði hann ekki búizt.
Jæja, nú var aðeins eitt að gera. Hann dregur af sér skóna og læðist á
sokkaleistunum upp stigaþrepin. Uppi á loftsganginum nemur hann
staðar. Húsið sefur enn. Hann andar að sér lyktinni af því; þetta er
framandi hús, múrinn þefjar af leir og þiljurnar af furu, allt öðruvísi
en heima. Hann finnur dyrnar að loftherberginu. Greinir andardrátt
tveggja mannvera þar inni. Onnur dregur andann títt og ójafnt, hin
þyngra og fastar. Það er andardráttur hennar. Hinn er smaladrengsins.
Hann bíður þess að hjartað stillist, svo opnar hann hurðina. Hún
hljóðar ekki upp yfir sig, varpar aðeins öndinni léttilega eins og hún
gerir stundum í vöku. Og hann fálmar sig inn að rúminu hennar.-------
Gamli maðurinn dregur andann með erfiðismunum og kveinkar sér
dálítið. Aftur rennur minningin út í þoku. Börnin hans raða sér kring-
um rúmið og hvískra sín á milli, að hann sé ekki með réttu ráði. Hann
veit svo sem af þeim og heyrir til þeirra — heyrir mætavel til þeirra.
Hann ræskir sig og tekur á kröftunum:
-—- Rekiði kattarsneypuna ofan------af fótunum á mér. Hann er svo
þungur.
Þarna ættu þau þó að geta heyrt, að hann er með réttu ráði.
En eldri dóttirin lítur á mágkonu sína: Þetta er í þriðja skiptið í
dag, sem hann er að þessu rugli um köttinn.
Hann blundar litla stund. Hann veit af því sjálfur, það er bara til
að styrkja sig lítið eitt. Svo tekur hann til aftur, þar sem hann hætti.
.... Jú, það var satt, hann sezt á rúmgaflinn hennar. Hún losar
svefninn, rís snöggt frá koddanum og þreifar á honum. Síðan liggur
hún grafkyrr. Smalapilturinn snýr sér í rúmi sínu við hinn vegginn,
klórar sér einhvers staðar á kroppnum.